.comment-link {margin-left:.6em;}

fimmtudagur, september 30, 2004

Loksins komin síða fyrir litla skottið

Þá byrjum við á byrjuninni, lítil stúlka kom í heiminn á sjúkrahúsinu á Ísafirði 14. september 2004, hún var tekin með keisaraskurði klukkan 02:50 eftir mikið strögl og var 3400gr (tæpar 14 merkur) og 49 cm.
Við mæðgurnar vorum svo í rétt tæpa viku á sjúkrahúsinu aðallega vegna þess að mamman var svo lengi að jafna sig því litla snúllan var og er öll hin sprækasta, dafnar vel og er vær og góð :)

Það er víst rétt að láta það fylgja hér að foreldrar stelpunnar eru Ari Kristinn Jóhannsson og Guðný Harpa Henrýsdóttir og við erum auðvitað í skýjunum yfir litla krílinu okkar :)

kv, Harpa skarpa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?