.comment-link {margin-left:.6em;}

sunnudagur, október 31, 2004

mamma ruglaða

Ég fór í læknisskoðun 25. október og mamma gleymdi að skrifa hérna hvað ég er orðin stór! Ég er orðin 4115 grömm og 54,5 cm! bara orðin þyngri heldur en Jóhanna frænka var þegar hún fæddist!
Við mamma erum bara í rólegheitum núna, ég er búin að vera óróleg, eitthvað illt í mallanum svo mamma kemur engu í verk... stundum þegar ég er sofandi fer ég bara allt í einu að háorga og vakna svo við hávaðann í sjálfri mér. Alltaf þegar mamma fer að gera eitthvað, pakka upp úr kössum eða eitthvað þá fer ég svona að gráta og þegar mamma er búin að hugga mig og ég sofnuð aftur þá er mamma búin að gleyma hvað hún var að gera og byrjar á einhverju öðru svo að núna er allt hálfklárað hjá okkur...

kv, Sigrún Aðalheiður

föstudagur, október 29, 2004

Myndir frá skírn, Akureyrarferð o.fl.

Björn Arnór er búinn að setja upp fyrir okkur netið í nýja húsinu svo nú ætti allt að fara að ganga betur með síðuna mína. Mamma er líka búin að setja inn fullt af nýjum myndum.
Annars er allt gott að frétta af okkur, við mamma erum byrjaðar á nuddnámskeiði, mér finnst voða notalegt að láta nudda mig :)
Svo er ég yfirleitt alltaf glöð og góð :)
Ég og mamma fórum í Gullauga og ætluðum að láta grafa nafnið mitt á armband sem ég fékk í skírnargjöf en nafnið er svo langt að það kemst ekki og nú vitum við ekki alveg hvað við eigum að gera, á að setja bara annað nafnið? eða eigum við kannski bara að setja skammstöfunina mína og fæðingardaginn? eða kannski skírnardaginn?
Ef þið hafið skoðun á þessu hafið þá endilega samband við mömmu og/eða pabba því þau vita ekkert hvað þau eiga að gera (harpaskarpa@simnet.is)

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, október 24, 2004

Sigrún Aðalheiður Aradóttir

Jæja, þá er búið að skíra mig, ég heiti Sigrún Aðalheiður, Sigrún eftir „Göggu“ systur hennar Guðnýjar Langömmu og Aðalheiður einfaldlega af því að mömmu og pabba finnst það svo fallegt nafn. Ég var skírð í Ísafjarðarkirkju klukkan tvö í dag, Íris frænka mín hélt mér undir skírn og amma Halldóra og afi Henry voru skírnarvottar. Svo fórum við öll heim til mín í Aðalstræti og þar var kaffiboð.
Mamma og pabbi, ömmur, afar, frænkur, frændur og vinir eru búin að standa á haus undanfarna daga til að koma öllu í stand í húsinu fyrir daginn og það hafðist að lokum þó að það sé nú ennþá svolítið eftir að raða í skápa og svona smá smotterí.

kv, Sigrún Aðalheiður

fimmtudagur, október 21, 2004

Komin heim úr ferðalagi

Æji nú er langt síðan við mamma höfum getað skrifað á síðuna, internetið bilaði hjá okkur og svo fórum við í ferðalag.

Ég varð eins mánaðar gömul 14. október og mamma og Kristín frænka bökuðu köku... ég fékk ekki neitt frekar en venjulega!

Mamma þurfti að fara norður til Akureyrar í skólann 18. - 20. október og ég fór auðvitað með líka, Kristín frænka kom líka með til að vera með mér á daginn. Ég var voða góð í bílnum báðar leiðir en mér fannst ekkert gaman að vera á Akureyri, mamma heldur að ég hafi grátið meira þennan tíma á Akureyri heldur en allt lífið fram að því! Núna er ég búin að vera heima í einn dag, ljúf eins og ljós :)

Íbúðin okkar í Aðalstræti er alveg að verða tilbúin, pabbi, Hjörtur, Guðjón og allir strákarnir eru búnir að vera að mála og gera fínt hjá okkur meðan við mamma vorum á Akureyri svo eru amma Halldóra og Elva frænka búnar að þrífa og þrífa hjá okkur. Á morgun ætlar afi Henry svo að hjálpa okkur að setja gólf á ganginn og svo ætlum við að reyna að flytja inn annað kvöld.

Enda ekki seinna vænna því að það á að skíra mig á sunnudaginn og veislan á að vera í Aðalstrætinu!

Það er enn ekki hægt að fara á netið í tölvunni hennar mömmu en mamma ætlar að setja inn nýjar myndir um leið og það kemst í lag.

kv, snúlla

þriðjudagur, október 12, 2004

Orðin stór stelpa

Í gær fór ég í fjögurra vikna skoðun hjá Ásthildi, þó að ég hafi ekki orðið fjögurra vikna fyrr en í dag, ég er orðin 3890 gr og 52 cm! Aldeilis búin að stækka!
Svo var ég í pössun hjá ömmu Jónu og fór með henni á svæðisskrifstofuna og í verkfallsmiðstöðina, maður verður nú að sýna samstöðu með þessum blessuðu kennurum, það er jú minn hagur að kjörin þeirra batni því mamma er nú einu sinni að læra að vera kennari!
Svo var mér voða illt í maganum um kvöldið og mamma sá að það var smá blóð í kúknum mínum og varð voða hrædd og hringdi á lækninn, hún er nú svolítið móðursjúk... Þegar læknirinn var búinn að skoða mig sagði hann að ég væri bara svakalega fín og allt væri í lagi en hann gat nú samt ekki sagt okkur hvað þetta var...

Í dag fór ég fyrst með mömmu á sýsluskrifstofuna og við vorum voða voða lengi þar svo við vorum orðnar alltof seinar í skólann hennar mömmu, en það bjargaðist nú alveg :) Svo var ég í pössun hjá Kristínu frænku meðan mamma fór aftur í skólann, endalaust vesen á henni!
Og í kvöld fórum við svo í heimsókn til ömmu og afa í Móholtinu, alltaf gaman að kíkja þangað :)

kv, snúlla

myndir

mamma setti líka inn nokkrar nýjar myndir

kv, snúlla

sunnudagur, október 10, 2004

Illt í mallanum ;(

Í gær komu Einar Birkir og Birgitta, Sif Huld og Dagný og Elvar, Inga og Hildur Kristey að skoða mig, ég var voða dugleg að sofa fyrir þau öll :) Pabbi var að hjálpa Elvu og Barða að flytja seinni partinn og kom svo og sótti okkur mömmu til að fara í mat til ömmu og afa í Móholtinu. Elva, Barði, Áslaug, Davíð og Jóhanna ætla að eiga heima hjá ömmu og afa í Móholti núna í svolítinn tíma meðan það er verið að gera húsið þeirra fínt svo við vorum aldeilis mörg að borða.
Eftir matinn kom svo Kristín frænka heim til að passa mig vegna þess að pabbi var að hjálpa Hirti að gera við bílinn hans og mamma fór með Jónu ömmu á tónleika með Herði Torfa. Ég var voða góð hjá Kristínu, svaf bara allan tímann en svo þegar mamma kom heim var ég orðin svöng og fekk að drekka hjá henni og varð svo ægilega illt í maganum mínum og gat ekkert sofnað fyrr en hálf þrjú í nótt... ;( vildi bara láta halda á mér og strjúka á mér bakið... mamma var orðin voða þreytt þegar ég loksins sofnaði...

kv, snúlla

föstudagur, október 08, 2004

Snúlla síbrosandi

Í dag spanderaði ég brosunum út um allt, því miður ekki á myndavélina þó mikið væri reynt að ná brosmynd af mér vakandi, en ég brosti til Jónu ömmu og mömmu og pabba og grenjaði smá á Kristínu frænku... Annars var ég bara voða dugleg í dag, sat lengi í ruggustólnum og fór tvisvar með mömmu í göngutúr niður í bæ! Við gleymum alltaf einhverju.
Læknirinn hringdi í mömmu í dag, og vegna þess að hún er ennþá svolítið veik síðan ég fæddist þarf hún að borða pillur í nokkra daga sem laga hana, en því miður er hætt við að ég fái í magann af þeim...
Svo núna fer ég örugglega að taka út allt grenjið sem ég á inni eftir að hafa ekkert grenjað síðan ég fæddist!

kv, snúlla

fimmtudagur, október 07, 2004

Snúlla í ruggustól

Hæ hæ,
Svakalega er gaman að sjá í gestabókinni hverjir koma að heimsækja síðuna mína :)
Birna systir hennar Jónu ömmu lánaði okkur svona ruggustól og ég var að prófa hann í fyrsta skipti í dag, mér fannst það rosa gaman og sat þar í svolitla stund :)
Við ætluðum líka að fara að heimsækja Jóhann afa á sjúkrahúsið en þá var hann í Móholtinu svo við fórum þangað og þar voru fullt af gestum, Elva og Jóhanna og Magnús og svo komu Áslaug og Davíð og svo Sigurgeir og Guðlaug!
Mömmu finnst ég alltaf vera svo lítil þegar hún sér Jóhönnu frænku, því hún er svo miklu miklu stærri! Ég er ekki einu sinni orðin jafn þung og hún var þegar hún fæddist!

Mamma setti nýjar myndir af mér í ruggustólnum og úr Móholtinu á myndasíðuna í dag.

Kv, snúlla

miðvikudagur, október 06, 2004

Fyrsta brosið kom í dag!

Nú eru aldeilis fréttir af mér í dag!
Í morgun var ég í pössun hjá Jónu ömmu meðan mamma fór í skólann og pabbi í vinnuna. Mömmu og pabba finnst voða erfitt að fara að vakna svona snemma aftur! Þegar mamma kom heim lögðum við okkur saman en svo eftir hádegið var komið svo gott veður, reyndar kalt en logn og sól, svo við ákváðum að drífa okkur í heimsókn til langömmu og langafa en Jóna amma og Kristín frænka voru þar að taka slátur, langamma og langafi voru svakalega glöð að sjá mig :)
Svo eru það nú stóru fréttirnar...
Þegar mamma var að klæða mig úr eftir að við komum heim frá langömmu þá bara brosti ég út að eyrum til hennar og myndi það teljast fyrsta brosið mitt! Ég hef svosem oft brosað þegar ég er sofandi en aldrei svona þegar ég er vakandi og að horfa á einhvern :) Mamma er svakalega stolt af mér :)

kv, snúlla

þriðjudagur, október 05, 2004

Dugleg stelpa!

Ég er voða dugleg stelpa :) Ásthildur ljósmóðir kom að heimsækja okkur í dag til að vigta mig og svona og ég er orðin 3680gr :) búin að þyngjast um 190 grömm á einni viku!
Okkur mömmu langaði mikið að fara aðeins út að labba í dag en það var svo rosalega rosalega kalt að það var bara ekki hægt! Ekki nema 1°C brrr...
Annars er allt gott að frétta héðan, ég var í pössun hjá Jónu ömmu meðan mamma og pabbi fóru að skrifa undir kaupsamning svo núna getum við bráðum farið að flytja í íbúðina okkar í Aðalstræti :)

kv, snúlla

sunnudagur, október 03, 2004

Gestabók

Mamma er að vona að gestabókin okkar komist í gagnið í vikunni svo þið getið farið að skilja eftir skilaboð þegar þið kíkið á mig.

kv, snúlla

Rok og rigning

Í gær fórum ég og mamma og pabbi í heimsókn á Hafrafell til Elvu systur pabba, ég var alveg sallaróleg og svaf bara allan tímann, ég var sofandi þegar mamma klæddi mig í útifötin hér heima og svaf þó svo ég væri klædd úr á Hafrafelli og í aftur og aftur úr hér heima. Ég vaknaði svo ekki fyrr en kl átta! en þá líka vakti ég í marga klukkutíma :)
Í dag er svo rosalega mikil rigning að við ætlum ekki að fara út úr húsi, allavega ekki ég og mamma en pabbi er farinn eitthvað út að stússast, hann ætlaði að fara í sumarbústaðinn og athuga hvort það væri ekki allt í lagi þar eftir rokið og rigninguna í nótt. Í leiðinni ætlar hann svo að sækja vöfflujárnið og kaupa sultu og rjóma svo við getum fengið okkur góðan kaffitíma á eftir :)
...Ég fæ auðvitað ekki neitt en mamma og pabbi fá sér.

kv, snúlla

laugardagur, október 02, 2004

nýjar myndir

jæja, nú er mamma búin að setja inn, myndir af því þegar við vorum að fara í göngutúr og nokkrar í viðbót. Annars er allt gott að frétta af okkur, það var kósýkvöld hjá okkur mömmu i gær þar sem við kúrðum í sófanum fyrir framan sjónvarpið en pabbi var úti i rigningunni að smíða í sumarbústaðunum... :)

kv, snúlla

föstudagur, október 01, 2004

Út í göngutúr

Í dag er síðasti dagurinn hans pabba í fæðingarorlofi í bili þannig að núna förum við kannski að fara á fætur fyrir hádegi...
Ég er rosalega dugleg stelpa, dugleg að drekka og dugleg að sofa, í nótt var mamma farin að hafa áhyggjur af mér vegna þess að ég svaf svo lengi! Það endaði með að hún vakti mig til að drekka eftir 6 klukkutíma!!! Ég hafði drukkið rosalega mikið áður en ég sofnaði og leið greinilega bara svona vel í vöggunni minni en ég var samt alveg rosalega svöng þegar ég vaknaði!
Afi Henry keypti handa okkur fínan vagn á þriðjudaginn og Kristín frænka keypti kerrupoka um daginn svo núna getum við farið út í göngutúr þegar veðrið er gott. Við mamma löbbuðum upp í Miðtún í gær með Bæring frænda og ætluðum að heimsækja langömmu og langafa en þá voru þau ekki heima. Þegar við komum svo aftur heim voru þau í heimsókn hjá okkur! Þannig að þetta var bara fínasti göngutúr :) Pabbi tók myndir af mér þegar mamma var búin að dúða mig til að fara út og þær koma vonandi inn á myndasíðuna bráðum, ég var í alltof stórri peysu sem Kristín prjónaði, of stórum ullarsokkum með tvær húfur og í skinnvettlingum sem fylgja með kerrupokanum og ná mér upp á axlir...

jæja, við látum þetta duga í bili,
kv, snúlla

This page is powered by Blogger. Isn't yours?