.comment-link {margin-left:.6em;}

fimmtudagur, desember 30, 2004

Jólaböll

Ég er búin að fara á tvö jólaböll eitt frímúraraball með Elvu, Jóhönnu, Írisi og Heiðdísi, það var í fyrradag og voða gaman, það komu jólasveinar og allt en ég er nú full lítil til að skilja allt þetta. Í gær fór ég svo á oddfellowjólaball, það var líka rosa gaman en við mamma þurftum að fara áður en jólasveinarnir komu vegna þess að mamma þurfti að fara í skólann sinn. Ég fór í pössun til Jónu ömmu, mamma setur inn nokkrar myndir úr pössuninni.
Núna er ég farin að ''tala'' heilmikið þetta er mest svona rámt hvísl en mér finnst það kjög skemmtilegt ég er líka farin að naga á mér tærnar og ver alveg öskuill þegar mamma tekur þær og setur í sokka eða sokkabuxur!

Elva, Barði, Áslaug, Davíð og Jóhanna voru í mat hjá okkur í kvöld, það var bara fínt, þau borðuðu hangikjöt, Jóhanna fékk graut en ég fékk auðvitað ekki neitt frekar en venjulega.

kv, Sigrún Aðalheiður

laugardagur, desember 25, 2004

Jólin jólin!!!

Gleðileg jól allir sem heimsækja síðuna mína :) Ég þakka kærlega fyrir mig.

Vegna þess að ég má ekkert borða þá fékk ég alveg HAF af pökkum!! Ég fékk pakka frá næstum öllum sem ég þekki og marga frá sumum! Fullt af leikföngum og fötum. Ég var nú samt hálf stúrin í gærkvöldi, lítið búin að leggja mig allan daginn. En svo lagði ég mig aðeins þegar mamma og pabbi, afi og amma, Heiða og Íris voru að opna pakkana og var þá hin hressasta þegar Elva, Barði, Áslaug, Davíð, Jóhanna, Helga, Magnús, Bylgja og Heiðdís komu til ömmu og afa :)

Svo er búið að vera rosa gaman í dag, mamma bjó til tertu og amma og afi í Fjarðarstræti komu í heimsókn en annars eru bara rólegheit hjá litlu fjölskyldunni í dag :) Við ætlum að kíkja til ömmu og afa i Móholti aftur í kvöld og halda svo áfram í rólegheitunum.

Við ætlum svo að njóta þess að vera í fríi næstu viku því þetta er síðasta vikan hans pabba í fæðingarorlofi í bili en hann er búinn að vera í fríi síðan 10. des. Hann er búinn að vera rosalega duglegur að parketleggja, mála og stússast ýmislegt hérna heima.

Ég segi bara aftur, gleðileg jól og takk fyrir mig :)

kv, Sigrún Aðalheiður

þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólin eru að koma!

Mamma segir að jólin séu alveg bráðum að koma, ég veit ekkert hvað þetta jól er en mamma hlakkar mikið til þeirra. Ég og mamma og pabbi ætlum að vera í Móholti hjá ömmu og afa á aðfangadagskvöld, Heiða föðursystir og Íris dóttir hennar verða líka þar. Annars er pabbi að smíða vegg og parketleggja hjá okkur núna og við mamma bara að stússast í bakstri, tiltekt og öðru tilfallandi.

Mamma fór í klippingu í dag og lét klippa sig alveg stutt og mér finnst voða skrýtið að sjá einhverja konu með röddina hennar mömmu og lyktina! Það er samt voða fyndið og ég er búin að glotta og hlæja mikið í kvöld.

kv, Sigrún Aðalheiður

mánudagur, desember 20, 2004

Ömmur og afar

Mamma er að reyna að safna myndum af mér með ömmunum mínum og öfum, ég er nefnilega svolítið rík, ég á alveg fullt af þeim, það eru:

Amma og afi í Fjarðarstræti - þau heita Jóna og Henry og eru foreldrar mömmu
Amma of afi í Móholti - þau heita Halldóra og Jóhann og eru foreldrar pabba
Amma og afi í Miðtúni - þau heita Bæring og Guðrún og eru foreldrar Henrys afa
Amma í Bolungarvík - hún heitir Illa og er mamma Halldóru ömmu
Afi ''skrafi'' á Grenivík/ í Reykjavík - hann heitir Benedikt og er pabbi Jónu ömmu
Ég á líka eina ''stjúpid'' langömmu - hún heitir Fimba og er konan hans afa skrafa

Við eigum mynd af mér með Jónu og Henry og með Bæring og Guðrúnu en myndirnar af mér með Jóhanni og Halldóru eru í myndavélinni. Það á eftir að taka mynd af mér með Illu ömmu. Afa skrafa og Fimbu hef ég aldrei hitt, vegna þess að þau eiga heima svo langt í burtu.

kv, Sigrún Aðalheiður

laugardagur, desember 18, 2004

Alltaf í pössun

Pössunin gekk vel hjá Áslaugu frænku í gær, ég var bara voða stillt hjá henni :) Mamma og pabbi voru í burtu í 5 klukkutíma!
Ég svaf í alla nótt í rúminu mínu nýja og vaknaði alveg þversum en það var allt í lagi því það er svo mikið pláss :)

Annars fer ég aftur í pössun í kvöld, endalaust útstáelsi á þessum foreldrum sem ég á! Nú ætla ég að vera hjá Jónu ömmu og Henry afa í Fjarðarstræti.

kv, Sigrún Aðalheiður

föstudagur, desember 17, 2004

Nýja rúmið

Jæja, þá er mamma búin í prófunum svo nú getur jólaundirbúningurinn hafist fyrir alvöru heima hjá mér :)
Mamma og pabbi eru reyndar að fara í lokahóf úti í Bolungarvík í kvöld og Áslaug frænka ætlar að passa mig á meðan. Læt ykkur vita a morgun hvernig það gengur :)

Nýja rúmið mitt kom í morgun og pabbi skrúfaði það saman meðan mamma var í síðasta prófinu. Svo núna hef ég nóg pláss til að hringsnúast og gera hvað sem ég vill meðan ég sef :)

kv, Sigrún Aðalheiður

miðvikudagur, desember 15, 2004

meira um myndir

Mamma og pabbi tóku jólakortamyndina af mér í dag, hún er rosa flott en þau ætla ekki að setja hana inn á síðuna fyrr en eftir 24. des til að skemma ekki fyrir þeim sem opna ekki jólakortin fyrr en á aðfangadag.
Varðandi myndaseríuna af mér í vöggunni þá eru mamma og pabbi búin að panta fyrir mig rúm sem er 120x60 :)

kv, Sigrún Aðalheiður

þriðjudagur, desember 14, 2004

Myndaseria

Mamma setti smá myndaseriu inn á myndasíðuna.

kv, Sigrún Aðalheiður

mánudagur, desember 13, 2004

Það er allt á floti alstaðar...

Við mamma vöknuðum við símhringingu í morgun. Það var hún Kristín Þóris (mamma Eriks á efri hæðinni) hún var að passa Söru (sem býr uppi) og varð litið niður í kjallara og þar var ALLT Á FLOTI! Við mamma vöktum pabba og hann fór niður að skoða og vesenast, þau hringdu á slökkviliðið en þeir vildu ekki koma að dæla fyrr en það væri fallið frá, þannig að pabbi fór niður í Sindragötu og sótti dæluna sem Björgunarfélagið á og dældi upp úr kjallaranum bæði hjá okkur og Erik. Barði kom svo að hjálpa honum og afi Henry kíkti líka á okkur. Pabbi er búinn að vera í allan dag að hreinsa kjallarann og er enn að og nú er aftur háflóð klukkan hálf tíu í kvöld en núna erum við tilbúin :)
Verst er að þvottavélin lenti í vatninu, við vitum ekki ennþá hvort hún er ónýt og við mamma vonum svo sannarlega að hún sé það ekki!
Annars kom Edda María vinkona mömmu í heimsókn í dag til að skoða mig og í gær vorum við í mat hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti, langamma og langafi voru líka í mat og mamma setti inn mynd af mér með þeim og líka með Eddu.

kv, Sigrún Aðalheiður

fimmtudagur, desember 09, 2004

Tvær myndir

Mamma setti tvær nýjar myndir af mér á myndasíðuna

kv, Sigrún Aðalheiður

3 mánaða skoðun

Ég var í 3 mánaða skoðun áðan, ég fékk sprautu og ætlaði hreinlega að orga úr mér lungun!!! Annars er ég bara orðin stór og sterk, 4975 grömm og 58,5 cm. Mamma hafði áhyggjur af því að ég væri kannski að fá í eyrun, ég hef nefnilega ekki viljað drekka úr vinstra brjóstinu hennar og hef ekki heldur viljað liggja á hægri hliðinni. Læknirinn skoðaði mig hátt og lágt og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri bara sérviska í mér!
Ég er ekki enn orðin veik af sprautunni, Ásthildur sagði við mömmu að ef ég yrði veik yrði ég það örugglega mjög fljótlega eftir sprautuna svo að mamma er að vona að ég sleppi bara við veikindin :)

Annars kíkti mamma líka í skóbúðrinar og legg og skel því hún ætlaði að kaupa á mig rauða jólaskó í stíl við jólakjólinn sem er kominn í hús, en því miður áttu skóbúðirnar ekki nógu litla skó og það voru ekki til spariskór í legg og skel.

kv, Sigrún Aðalheiður sérviskupúki

miðvikudagur, desember 08, 2004

Tónleikar

Ég fór á tónleika í gær :) Jóna amma var á námskeiði að læra að syngja og svo voru tónleikar í gær þar sem allar konurnar á námskeiðinu voru að syngja saman. Ég sat vakandi í fanginu á mömmu allan tíman og hlustaði, það var voða gaman og svo fóru allir að klappa, mér brá svolítið í fyrstu skiptin en svo var það bara rosa gaman :)
Við mamma fórum svo á mömmumorgun í kirkjunni áðan og það var gaman, það voru ekki eins mörg börn og síðast en samt bara gaman. Ég hitti aðeins Ásgerði Pálu, frænku mína þið getið kíkt á síðuna hennar hér hún er orðin svakalega stór :)

kv, Sigrún Aðalheiður

mánudagur, desember 06, 2004

Afmælisveisla og jólaljós

Ég fór í afmæli í gær! Stóra frænka mín hún Hildur Kristey var að halda upp á 5 ára afmæli sitt en hún á ekki afmæli fyrr en 24. des, mamma hennar og pabbi eru bara svo góð að leyfa henni að halda upp á það núna svo að afmælið týnist ekki bara í jólunum! Ég og mamma fórum í svaka fína veislu, ég var nú bara sofandi mest allan tímann en vaknaði aðeins svona til að kíkja á krakkana og frænkurnar mínar. Mamma fékk fullt af svaka góðum kökum :)
Svo þegar við komum úr veislunni var Birgitta hans Einars komin til okkar af því að mamma ætlaði að hjálpa henni að læra stærðfræði, það gekk bara ágætlega og ég svaf allan stærðfræðitíman. Hún Birgitta er örugglega í prófinu núna!

Ég er mjög upptekin af jólaséríunni hennar mömmu, get setið og spjallað við hana lengi, hún er með ofsalega fínum rauðum ljósum en ekki nærri því eins skemmtileg og stóra spiladósin hans Henrys afa! hún er sko með blikkandi ljósum og spilar lag, æðislega fín. Amma í Móholti á líka ofsalega skemmtilegan Jólasvein sem ég spjallaði heilmikið við um daginn. Þetta er aldeilis skemmtilegur tími fyrir svona stelpur eins og mig sem hafa gaman af ljósum og skærum litum!

En jæja til hamingju með afmælið Hildur Kristey og gangi þér vel í prófinu Birgitta.

kv, Sigrún Aðalheiður

fimmtudagur, desember 02, 2004

Bleyjuvandræði

æjæj, nú er ég aldeilis lent í vandræðum...
Ég er í einhverri millistærð,það er verið að breyta pampers bleyjunum svo að núna eru mini of litlar á mig og midi of stórar... gömlu mini passa á mig en nýju eru of litlar, gömlu midi eru örugglega alltof alltof stórar því að nýju eru full mikið of stórar, svo núna geta mamma og pabbi valið hvort að það fari allt uppúr litlu bleyjunum eða út um læragötin á stóru bleyjunum... skemmtilegt...

kv, Sigrún Aðalheiður

miðvikudagur, desember 01, 2004

Mömmumorgunn

hæhæ, við mamma fórum á mömmumorgunn í krikjunni í morgun, það var voða gaman, fullt fullt af krökkum! Ég var svona með þeim minni, ætli ég hafi ekki bara verið minnst þó að ég hafi ekki verið yngst! Ég vakti næstum allan tímann en var ekkert mikið að spjalla eða brosa eða neitt, var aðallega að horfa á hina krakkana og mömmurnar. Ég hef nefnilega aldrei séð svona mikið af krökkum áður! Svo var myndataka og mamma ætlar að biðja einhverja af mömmunum sem voru með myndavél að senda sér mynd svo hún geti sett hérna á síðuna mína :)
Á eftir ætla ég að fara að heimsækja ömmu og afa í Móholti, það er svo langt síðan ég hitti þau síðast. Ég var ekkert í pössun hjá ömmu hvorki í gær né í dag og nú afi er kominn heim af spítalanum og það verður voða gaman að sjá þau :)

kv, Sigrún Aðalheiður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?