.comment-link {margin-left:.6em;}

miðvikudagur, september 21, 2005

Dugleg stelpa!

Vitið þið hvað ég var dugleg í dag? Ég labbaði alla leið heim frá Dóru dagmömmu, mamma leiddi mig en ég labbaði alla leiðina! Það er nú ekkert rosalega langt, mamma er svona 30 sekúndur að labba en mér fannst þetta mikið ævintýri og þurfti að skoða margt á leiðinni.

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, september 18, 2005

Frábær afmælisveisla

Þá er búið að halda upp á afmælið mitt. Það var gert í gær og heppnaðist bara nokkuð vel. Okkur reiknast til að hingað hafi komið 35 gestir sem er nú ekkert smáræði! Dagurinn heppnaðist bara vel og allir voru ánægðir, mér fannst gaman að leika við krakkana, Sara sem á heima uppi kom og litli bróðir hennar sem er bara agnar pínku pons og svo kom Sigrún Arna með sína krakka og Jóhanna frænka kom auðvitað. Ég var bara að leika mér, skipti mér ekkert af kökum eða pökkum, mamma þurfti að sja um það allt saman fyrir mig, hún var reyndar farin að hafa áhyggjur af mér seinnipartinn því ég var ekkert búin að borða allan daginn, það endaði nú bara með því aðhún bjó til hafragraut og við fengum okkur fulla skál af hafragraut eftir veisluna. Ég gisti svo hjá Halldóru ömmu um kvöldið, það var gaman eins og alltaf!

kv, Sigrún Aðalheiður

miðvikudagur, september 14, 2005

Orðin 1. árs!


14. 09.05 klukkan 02:50

svona var ég þegar ég varð eins árs.

kv, Sigrún Aðalheiður

þriðjudagur, september 13, 2005

að bresta á með afmæli...

Það er að bresta á með afmæli. Klukkan 02:50 í nótt verð ég 1. árs. Hugsið ykkur, finnst ykkur ekki stutt síðan ég var alveg pínu pínu lítið kríli sem gat ekkert gert nema étið, sofið og grátið?
Ég fór í mælingu og sprautu í gær og er orðin 9200 grömm og 73,5 cm. Það er bara nokkuð gott finnst mömmu.
Á laugardaginn klukkan 3 verður haldið upp á afmælið, mamma ætlaði að hringja og bjóða í dag en gleymdi því, haldið þið að það sé nú!?! gleymir að bjóða í fyrsta afmælið hjá einkadótturinni! Er það nú!

Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir frá fjallaferðinni og ýmsu hér heima. Ekki gleyma gestabókinni.

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, september 11, 2005

Fjallaferð og nýtt herbergi

Ég fór í fjallaferð með mömmu og pabba, ömmu Halldóru, Írisi, Heiðdísi og Elvu, Barða, Áslaugu og Jóhönnu um síðustu helgi. Við fórum í fjallaskálann sem Elva og Barði eiga í Mjóafirði og það var alveg rosalega gaman, ég fór í heitapottinn og út að leika með gröfuna, ég fékk líka að fara á pallinn á stóra bílnum hans Barða og þá var sko frussað! (það er ég að segja brrrbrrrbrrr við bílana) Ég sagði líka brrrbrrrbrrr allan tíman meðan ég var vakandi í bílnum á leiðinni.

Mamma og pabbi eru búin að búa til herbergi handa mér heima hjá okkur. Núna er allt dótið mitt komið inn í ''græna'' eins og það hefur verið kallað hingað til en verður núna kallað Sigrúnar herbergi. Ég er með stóran spegil á veggnum og mér finnst alveg rosalega gaman að skoða stelpuna sem er alltaf þar. Hún brosir alltaf þegar ég brosi og hún meira að segja kemur til mín þegar ég labba í áttina til hennar, svo ef ég dett þá dettur hún líka!

Já þið sáuð rétt, þegar ég LABBA í áttina til hennar. Ég er nefninlega eiginlega alveg farin að labba núna, ég er hætt að þora bara að taka nokkur skref á milli fólks heldur er ég núna farin að storma út í óvissuna. Ég er auðvitað ennþá frekar reikul í spori og ef ég þarf að flýta mér mikið þá læt ég mig detta niður á hnén og skríð á ógnarhraða!

kv, Sigrún Aðalheiður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?