.comment-link {margin-left:.6em;}

þriðjudagur, maí 31, 2005

Myndirnar

Það eru komnar nýjar myndir en því miður fóru íslensku stafirnir í myndatextunum eitthvað á flakk svo að þið verðið bara að giska í eyðurnar.

kv, Sigrún Aðalheiður

Byrjuð í pössun!

Mamma er farin að vinna svo að núna er ég í pössun hjá Heiðdísi og Bylgju á daginn. Ég er búin að vera núna tvo daga og líkar bara vel!
Mömmu finnst svolítið skrítið að vera svona í burtu frá mér allan daginn, en það hlýtur að venjast.
Ég fór í afmæli hjá Hrafnhildi frænku minni í gærkvöldi og fékk súkkulaðiköku og rjóma, það var rosalega gott.

Ég er orðin ofsalega dugleg í sundi, get alveg farið í kaf og synt og svona en ég vill ekki fara í kollhnís. Svo er ég líka svolítið hrædd við Guðnýju sundkennara, mamma heldur að það sé af því að ég varð svo sár í fyrsta skipti sem ég var sett í kollhnís, og það var hún Guðný sem gerði það. En ég er ekkert hrædd við hana á mömmumognum eða inni í búningsklefa, bara ofan í sundlauginni. Ég er svo skrítin skrúfa!

Afi og pabbi eru báðir að smíða sólpalla, afi heima hjá sér og ömmu en pabbi hér heima hjá okkur. Það verður nú fínt í sumar að geta farið út á sólpall að leika!

Ég hitti Eik frænku mína um helgina, hún er rosalega lítil, enda ekki nema tæplega 3 mánaða, en hún hefur samt stækkað rosalega mikið síðan hún fæddist.

kv, Sigrún Aðalheiður

miðvikudagur, maí 25, 2005

síðasta skipti á mömmumorgni

Við mamma vorum að koma af síðasta mömmumorgninum í krikjunni, það var bara gaman, mömmurnar fengu sér súpu í brauði og við krakkarnir lékum okkur :)

Jóhanna frænka var í pössun hjá okkur í gær morgun, það svo sko gaman, það er svo langt síðan við höfum hisst! Við vorum heilmikið að leika okkur saman, og núna er ég farin að ráða aðeins meira við hana ef svo má að orði komast!

Ég er búin að borða undarlega lítið síðustu tvo daga, mamma og pabbi skilja bara ekkert í því, en kannski er ég núna bara að borða eins og venjulegt barn? Hvernig eiga þau að vita það?
Annars er ég bara hress og kát með tönnina mína :)

Núna er staðan á heimilinu aftur orðin þannig að ef mamma eða pabbi eru bara ein heima með mér þá geta þau ekki einu sinni farið að pissa, vegna þess að ég stend upp við allt, dett á hausinn og fer mér að voða á öðru hverju augnabliki! Svo er ég orðin voðalega pirruð að geta ekki labbað sjálf og leiðist að láta alltaf halda í mig...

Mamma vonar eiginlega að ég fari að labba bráðum, því að hún heldur að það sé skárra að vera með litla stelpu (eins og mig) ''vitlausa'' labbandi og glaða heldur en að vera með litla stelpu (eins og mig) ''vitlausa'' ekki labbandi og snaróða í skapinu.
annars tekur örugglega bara eitthvað annað við þegar ég verð búin að læra að labba. En svona hefur þetta gengið með allt sem ég hef lært, stuttu áður en ég læri það þá verð ég svo pirruð að geta það ekki, en svo lagast allt þegar maður lærir eitthvað nýtt!

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, maí 22, 2005

Komin tönnsla!

ÉG ER KOMIN MEÐ TÖNN!!! svaka fína tönn, vinstra megin niðri! hún fannst í gær, 20. maí :) allir voða lukkulegir, svo beit ég mömmu í puttann... ekki eins mikil hamingja með það en samt, voða gaman. Við burstuðum tönnina með tannburstanum sem ég fékk í jólagjöf frá Helgu, Magnúsi og stelpunum og ég var bara hæst ánægð með það. Annars fór ég líka í 8 mánaða skoðun og er orðin 7530 gr og 67,6 cm bara orðin mjög stór og dugleg, mamma var að skoða línuritið mitt og ég er búin að þyngjast akkúrat um hálft kíló á mánuði frá því ég fæddist, við höldum að það sé nú bara fínt. Ég borða svo mikið að mamma og pabbi þurfa að hæra grautinn í steypuhrærivél og þau skilja ekkert hvert þetta fer allt saman! En ég er mjög dugleg og vinnusöm ung stúlka og er á 4000 snúningum allan daginn frá morgni til kvölds, það þarf sko mikla orku í það!
Ég er núna farin að standa upp við allt og labba meðfram hlutum, t.d. labbaði ég hringinn í kringum stofuborðið og sópaði öllu niður á gólf :) voða skemmtilegt. Svo stóð ég upp við sjónvarpsskápinn og sópaði öllu þar niður á gólf og svo framvegis. Ég reyni líka að standa upp úti á miðju gólfi en það gengur ekki eins vel...
Í gær ætlaði ég að vera rosalega dugleg inni í Móholti hjá ömmu og standa upp við blaðagrindina hennar... ég datt auðvitað beint á hausinn og blaðagrindin yfir mig, það var nú samt ekkert hræðilegt, man það bara næst. Ég dett á hausinn svona að meðaltali þrisvar á dag...

Ég er búin að vera dugleg að fara í sund, fór í sund á Flateyri með mömmu, Kristínu frænku og Sif í gær, laugin var ísjökulköld ekki nema 27 gráður þegar við komum í sundið svo við fórum bara í pottinn, mér finnst það rosalega notalegt.

jæja, vonandi líður ekki eins langt þar til það verður skrifað næst.

kv, Sigrún Aðalheiður

miðvikudagur, maí 11, 2005

frænkur og frændur í tugatali

Já nú hefur sko ýmislegt gerst síðan mamma skrifaði síðast! Ég er alveg að verða átta mánaða og er farin að standa upp við öll helstu tækifæri og er stundum farin að fara upp á fjóra fætur til að skríða en ef ég þarf að flýta mér mikið þá leggst ég á magann og skríð þannig. Mamma er loksins búin í prófunum (allavega í bili) en það er sko búið að vera ástand hér á heimilinu.
Ég er búin að fara tvisvar í sund og það gekk bara rosalega vel, ég fór í kaf og allt! og fannst það bara allt í lagi.
Ég hitti alveg rosalega mikið af frænkum og frændum um helgina í erfidrykkjunni hennar Helgu frænku, allir voða skotnir í mér! Samt var ég þreytt og pirruð, ég var nefnilega ekkert búin að sofa um daginn en það virtist ekki koma að sök. Svo var ég svo þreytt um kvöldið að ég fór í rúmið milli 9 og 10 og rumskaði ekki fyrr en 11 á sunnudagsmorguninn!
Svo hitti ég líka Benna langafa minn í fyrsta skipti á laugardaginn, en mamma var svo mikill klaufi að hún gleymdi að taka myndavélina með!


kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, maí 01, 2005

Afmæli

Ég var í afmæli í dag hjá Jóhönnu, hún verður eins árs á morgun! Hún er sko aldeilis orðin stór stelpa! Fyrst fór ég með Jónu ömmu og Henry afa í Brautarholt til Berglindar og Hagalíns en amma og afi voru að heimsækja þau því að Helga frænka (langömmusystir mín) er dáin.

Ég er orðin rosalega dugleg, skríð auðvitað um allt og er núna líka farin að standa upp við dótakassann minn en stundum sturta ég bara úr honum yfir mig! Ég er að byrja á sundnámskeiði á þriðjudaginn og mamma hlakkar svo til að fara með mig aftur í sund, ég myndi líka hlakka til ef ég hefði eitthvað vit á þessu!

Litla frænkan mín var skírð í dag, hún heitir Eik Ægisdóttir, þið getið kíkt á hana hérna til hliðar, hún er voðalega mikið krútt.

Það er nú rétt að segja frá því að ég er alltaf á hausnum þessa dagana, það líður ekki sá dagur að ég skríði ekki á borð, detti á hausinn eða eitthvað svoleiðis... og svo er ég farin að fá ''mömmuverki'' þegar mamma fer úr augsýn, það er nú samt ekkert hlustað á svoleiðis...

kv, Sigrún Aðalheiður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?