.comment-link {margin-left:.6em;}

mánudagur, apríl 25, 2005

Sunddrotting!

Við mamma fórum í sund á Flateyri með ömmu, Bæring frænda og Ragnari á föstudaginn. Mamma ákvað að prófa bara að fara með mig í sund og sjá hvort ég fengi punkta, og það komu engir! svo að við getum farið aftur á sundnámskeið, það byrjar einmitt nýtt núna 3. maí! jeij, mér fannst rosalega gaman :)

Svo á laugardaginn fór ég upp í bústað með mömmu og pabba, það var ennþá soldið kalt í bústaðnum svo að ég þurfti alveg að vera í útigalla og allt, svo gisti ég hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti um kvöldið því mamma og pabbi voru í grillveislu í bústaðnum.

Nú er Kristín frænka að koma heim frá Þýskalandi bráðum, jei!

kv, Sigrún Aðalheiður

föstudagur, apríl 22, 2005

frussi fruss

Sumardagurinn fyrsti gekk í garð með æðislega góðu veðri og ég fór í skrúðgöngu með skátunum. Ég var samt svo þreytt að ég svaf bara allan tímann. Svo fórum við í heimsókn til ömmu í Móholti í gærkvöldi og ég var að leika við Írisi og Heiðdísi þar.

Jón frændi, bróðir hans Henrys afa kom í heimsókn til okkar eftir að við vorum komin heim frá ömmu. Hann á heima á Sauðárkróki svo ég hef aldrei séð hann áður, en hann er bara skemmtilegur kall! Hann á lítinn hvolp sem heitir Eygló og er sama blanda og Skottan okkar.

Í hádeginu var mamma að gefa mér að borða og ég hallaði mér aftur á bak og frussaði eins og ég gat! Mér finnst svo gaman að frussa núna. En sem sagt bláberja og epla maukið frussaðist út úr mér og af því að ég hallaði mér aftur á bak þá lenti það allt beint í andlitinu á mér aftur! Myndir af því á myndasíðunni.

Jóhann afi hefði orðið sextugur í dag svo að við pabbi og mamma ætlum að fara inn í krikjugarð á eftir með kerti og svo erum við boðin í grill hjá ömmu í Móholti.

kv, Sigrún Aðalheiður

þriðjudagur, apríl 19, 2005

sól og sumar

Jahérna, sumardagurinn fyrsti er ekki einu sinni kominn en það er sko aldeilis sól og sumar í dag! Ég og mamma fórum í göngutúr til langömmu og langafa í miðtúni í sólinni og ég sat í vagninum, rosalega dugleg en svo var ég orðin svo þreytt á leiðinni heim að ég sofnaði. Það er svo heitt að það er eiginlega ekki svefnfriður úti! Mamma sá þegar við löbbuðum framhjá torginu að það var 33 stiga hiti þar sem sólin skein á mælinn en hér heima í skugganum er ekki nema 15 stiga hiti, okkur finnst það nú samt alveg nóg!

Ég stóð upp í rúminu mínu alveg sjálf í gær, eða ekki alveg sjálf því að pabbi hjálpaði mér að setjast upp en svo togaði ég mig upp alveg sjálf... og var voðalega montin! ég er líka farin að komast auðveldlega upp á hnén en fatta ekki alveg að skríða svoleiðis

Mamma fann loksins í gær sokkabuxur með ''tökkum'' á hnjánum, hún er búin að leita mikið að svoleiðis fyrir mig en svo voru þær til í apótekinu! Það er sko miklu auðveldara að fara upp á hnén í svoleiðis buxum!

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, apríl 17, 2005

Nýtt herbergi

Jæja, nú er herbergið okkar loksins tilbúið! Pabbi er búinn að vera á haus í marga daga að koma herberginu okkar í stand og við mamma á kafi í drasli á meðan! Nú kláraðist þetta í dag, mamma og pabbi búin að þrífa hátt og lágt og allt tilbúið, við ætlum að sofa í nýja herberginu í nótt! Mamma og pabbi þurftu líka að lækka rúmbotninn hjá mér því að ég er farin að reyna að standa upp...

Ég fór í heimsókn til Illu langömmu í Bolungarvík á laugardaginn, það var rosalega gaman, ég hef aldrei áður farið í heimsókn til hennar en ég hef auðvitað oft hitt hana hjá ömmu í Móholti. Svo fór ég í göngutúr í dag með Jónu ömmu og Bæring frænda, og við komum við hjá langömmu í Miðtúni í leiðinni. Ég var voða dugleg, sat í kerrunni alla leiðina og sofnaði ekki neitt!

Mamma skellir inn nýjum myndum. Kíkið á dagsetninguna við myndalinkinn.

kv, Sigrún Aðalheiður

fimmtudagur, apríl 14, 2005

7 mánaða

Ég er sjö mánaða í dag! og ég er orðin svo stór og dugleg. Ég kann ýmislegt núna, ég get vinkað, bæði með því að veifa hendinni og með því að kreppa og opna lófann. Mér þykir rosalega fyndið ef einhver er týndur og segir svo BÖ! en skemmtilegast finnst mér samt að vera sjálf týnd og koma svo í ljós og einhver segir BÖ!
Ég er búin að vera að gubba rosalega mikið í gær og í fyrradag, mamma heldur að ég sé hreinlega með gubbupest, en svo er ég mikið skárri í dag.
Það er svo gott veður að ég fór með mömmu í göngutúr sitjandi í kerrunni. Það er rosa sport að sjá svona mikið í kringum sig. Það er svo mikil sól að ég er bara með sólhatt!

Ég er rosalega dugleg að tína serjos upp í mig og svo auðvitað ormast ég út um allt gólf og ríf og tæti allt sem ég næ í...

kv, Sigrún Aðalheiður

fimmtudagur, apríl 07, 2005

ballið byrjað hjá ma&pa!

Ég er alveg farin að fara um allt með ógnarhraða, mikið hraðar í dag en í gær! Mamma þurfti að setja sokka á pedalana á píanóinu og líma þá á því að mér finnst svo voðalega gott að naga pedalana! Þeir eru svo kaldir og góðir!
Við mamma erum búnar að ætla í heimsókn til langömmu og langafa alla vikuna en það er búið að vera svo kalt að við höfum ekki getað farið út í vagni! og bíllinn er bilaður, svo að við verðum bara að vera heima. Vonandi fer nú samt að hlýna bráðum, ég er alveg orðin hundleið á að hanga alltaf inni.

komnar nýjar myndir

kv, Sigrún Aðalheiður

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Jæja, passið ykkur nú!

Sigrún Aðalheiður er komin af stað! Ég er núna farin að draga mig um, þangað sem ég vill fara. Ég ýti með hnjánum og toga með hægri hendi og vinstri olnboga, svona kemst ég ótrúlega hratt! Þið ættuð bara að sjá mig! pabbi dottaði í smá stund þegar hann var að líta eftir mér í gær og ég var bara komin langleiðina fram í eldhús. Mamma var spila á píanóið og ég bara dreif mig fram á gang! Nú á sko að kanna heiminn...
Verst að það er ekki hægt að leyfa mér að fara fram á gang núna vegna þess að pabbi er búinn að leggja allt í rúst. Hann er að vinna í ''gula'' herberginu sem er ekki lengur gult heldur veggjalaust og það er sag og ryk og drulla úti um allt og svo auðvitað er allt dótið sem var inni í gula frammi á gangi svo að ég gæti hæglega farið mér að voða þar!

mamma ætlar að setja inn nýjar myndir í dag, þið sjáið á dagsetningunni við myndasíðuna hvort hún er búin að því eða ekki.

kv, litli landkönnuðurinn

Sigrún Aðalheiður

föstudagur, apríl 01, 2005

1. apríl

Ég var ekkert göbbuð í dag, enda kann ég ekki að hlaupa svo að það hefði ekkert upp á sig...

Ég fékk mína fyrstu byltu á þriðjudaginn, ég rúllaði mér fram úr sófanum hjá ömmu og afa, það var rosalega vont, en ég var fljót að jafna mig! Svo fékk ég fyrstu kúluna í dag, þetta er greinilega allt að bresta á! Sem betur fer er þetta ekkert stór kúla.

Pabbi er byrjaður að laga gula herbergið svo að bráðum ''flytjum'' við þangað, það verður nú gaman, mömmu finnst það herbergi einhvernvegin meira kósý en herbergið sem við erum í núna.

mamma verður að fara að læra núna, það er ekkert sem heitir, ég er sofnuð og pabbi að basla inni í herbergi.

kv, Sigrún Aðalheiður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?