.comment-link {margin-left:.6em;}

mánudagur, október 31, 2005

Aftur og nýbúin

Dóra dagmamma sendi mömmu sms í hádeginu: Sigrún aftur komin með 39,1

Ég er sem sagt lasin enn eina ferðina!
...og mamma búin með veikindadagana í vinnunni...

kv, Sigrún Aðalheiður

föstudagur, október 28, 2005

Nýjir félagar

Haldið þið ekki að tennur 3. og 4. hafi látið sjá sig í vikunni! Alltaf að græða!

Þessi veikindi mín um daginn voru vírus, ég steyptist öll út í rauðum útbrotum og var með 40 stiga hita í nokkra daga og svo bara lagaðist það. Mömmu finnst ég voða oft veik...

Ég fór út að leika í snjónum í gær, það var sko gaman, ég var að moka snjó í fötu og labbaði með mömmu í búðina, okkur er eiginlega farið að vanta snjóþotu!
Ég er alveg að læra helling að tala þessa dagana. Ég er farin að segja húfa, mamma, pabbi, rotta, og ábygilega fleiri orð sem mamma man ekki eftir núna.

kv, Sigrún Aðalheiður

mánudagur, október 17, 2005

Lasin :(

Ég er orðin lasin, ég var með 39 stiga hita í gær en var svo orðin hitalaus seint í gærkvöldi, mamma ákvað samt að senda mig ekki til Dóru í dag. Ég svaf mjög illa í nótt, mamma var alltaf að heyra einhverja smelli og skildi ekkert í því, svo leit hún í rúmið mitt og tók þá eftir því að það voru alltaf að koma svona blossar þegar ég hreyfði mig, ég var í flísnáttfötum og það hafði byggst upp svona mikið rafmagn að þegar ég hreyfði mig þá kviknuðu blossar, það var ekki þægilegt...
Mamma náði mér úr náttfötunum við illan leik því hún var alltaf að fá straum, og ég hjálpaði ekki beint til... og þá svaf ég eins og steinn alveg til hálf ellefu í morgun og var síðan komin með gubbupest eftir hádegið... Ég er alveg hitalaus, bara slöpp og gubbandi svo mamma æltar heldur ekki að senda mig til Dóru á morgun. Við verðum bara heima í rólegheitum saman.

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, október 16, 2005

Svo fín!

Ég fór í klippingu á laugardagskvöldið og ég er svo rosalega fín! Mömmu og pabba finnst ég hafa elst um 2 ár! Birgitta vinkona mömmu klippti mig og ég var bara dugleg á meðan, fór ekkert að skæla eða neitt en samt þurfti ég að sitja kyrr alveg rosalega rosalega lengi!

Það koma myndir af þessu þegar mamma finnur myndavélina.

kv, Sigrún Aðalheiður

sunnudagur, október 09, 2005

Meee meeee

Ég var að horfa á spaugstofuna í gær og varð alveg dolfallin þegar ég sá kindurnar svo pabbi fór með mig í fjárhúsið í dag að skoða kindur. Það var svakalega gaman, ég skældi pínulítið fyrst þegar pabbi setti mig niður en svo var bara rosalega skemmtilegt. Ég fékk líka að setjast í dráttarvélina!
Svo fórum við pabbi til ömmu í Móholti og fengum pönnukökur :)

Í kvöld förum við í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti, það verður nú gaman að hitta ömmu, hún er búin að vera í Reykjavík síðan á þriðjudaginn!

Það eru myndir af fjárhússferðinni á myndasíðunni

laugardagur, október 08, 2005

Jæja, loksins loksins...

...skrifar mamma á síðuna mína!!!

Ýmislegt hefur á daga mína drifið undanfarið sem hefði nú mátt láta vita af!

Ég fór í sund á Flateyri með mömmu og Kristínu frænku á síðasta sunnudag og það var svakalega gaman, það var orðið langt síðan við fórum síðast í sund. Sem var sko alveg greinilegt því að mamma var augljóslega búin að steingleyma hvað maður þarf að taka með þegar maður fer í sund, hún gleymdi að taka með bleyju!! Svona getur hún verið, en mamma ákvað að taka bara áhættuna og lét mig vera bleyjulausa á leiðinni heim. Við vorum að fara í kaffi til langömmu og langafa í Miðtúni svo við komum við heima hjá okkur í leiðinni og sóttum bleyju svo þegar við komum til langömmu þá var ég ekkert búin að pissa! Samt nýkomin úr sundi og ábyggilega 45 mínútur síðan ég var sett í föt. Rosalega dugleg!!!

Svo er ég búin að vera í basli undanfarna tvo daga, ég er alltaf á hausnum, ég er núna með fjórar kúlur, tvær skrámur og bólgið nef, ég er búin að detta svo oft að hvorki mamma né Dóra dagmamma hafa tölu á því! Ég datt út úr rúminu inni í herbergi og ofan í dótakassann og fékk blóðnasir og allt! Mömmu finnst þetta nú aðeins vera að lagast hjá mér samt. Ég er ekki eins völt í dag eins og í gær og í fyrradag.

kv, Sigrún Aðalheiður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?