sunnudagur, október 10, 2004
Illt í mallanum ;(
Í gær komu Einar Birkir og Birgitta, Sif Huld og Dagný og Elvar, Inga og Hildur Kristey að skoða mig, ég var voða dugleg að sofa fyrir þau öll :) Pabbi var að hjálpa Elvu og Barða að flytja seinni partinn og kom svo og sótti okkur mömmu til að fara í mat til ömmu og afa í Móholtinu. Elva, Barði, Áslaug, Davíð og Jóhanna ætla að eiga heima hjá ömmu og afa í Móholti núna í svolítinn tíma meðan það er verið að gera húsið þeirra fínt svo við vorum aldeilis mörg að borða.
Eftir matinn kom svo Kristín frænka heim til að passa mig vegna þess að pabbi var að hjálpa Hirti að gera við bílinn hans og mamma fór með Jónu ömmu á tónleika með Herði Torfa. Ég var voða góð hjá Kristínu, svaf bara allan tímann en svo þegar mamma kom heim var ég orðin svöng og fekk að drekka hjá henni og varð svo ægilega illt í maganum mínum og gat ekkert sofnað fyrr en hálf þrjú í nótt... ;( vildi bara láta halda á mér og strjúka á mér bakið... mamma var orðin voða þreytt þegar ég loksins sofnaði...
kv, snúlla
Eftir matinn kom svo Kristín frænka heim til að passa mig vegna þess að pabbi var að hjálpa Hirti að gera við bílinn hans og mamma fór með Jónu ömmu á tónleika með Herði Torfa. Ég var voða góð hjá Kristínu, svaf bara allan tímann en svo þegar mamma kom heim var ég orðin svöng og fekk að drekka hjá henni og varð svo ægilega illt í maganum mínum og gat ekkert sofnað fyrr en hálf þrjú í nótt... ;( vildi bara láta halda á mér og strjúka á mér bakið... mamma var orðin voða þreytt þegar ég loksins sofnaði...
kv, snúlla