sunnudagur, október 24, 2004
Sigrún Aðalheiður Aradóttir
Jæja, þá er búið að skíra mig, ég heiti Sigrún Aðalheiður, Sigrún eftir „Göggu“ systur hennar Guðnýjar Langömmu og Aðalheiður einfaldlega af því að mömmu og pabba finnst það svo fallegt nafn. Ég var skírð í Ísafjarðarkirkju klukkan tvö í dag, Íris frænka mín hélt mér undir skírn og amma Halldóra og afi Henry voru skírnarvottar. Svo fórum við öll heim til mín í Aðalstræti og þar var kaffiboð.
Mamma og pabbi, ömmur, afar, frænkur, frændur og vinir eru búin að standa á haus undanfarna daga til að koma öllu í stand í húsinu fyrir daginn og það hafðist að lokum þó að það sé nú ennþá svolítið eftir að raða í skápa og svona smá smotterí.
kv, Sigrún Aðalheiður
Mamma og pabbi, ömmur, afar, frænkur, frændur og vinir eru búin að standa á haus undanfarna daga til að koma öllu í stand í húsinu fyrir daginn og það hafðist að lokum þó að það sé nú ennþá svolítið eftir að raða í skápa og svona smá smotterí.
kv, Sigrún Aðalheiður