föstudagur, október 01, 2004
Út í göngutúr
Í dag er síðasti dagurinn hans pabba í fæðingarorlofi í bili þannig að núna förum við kannski að fara á fætur fyrir hádegi...
Ég er rosalega dugleg stelpa, dugleg að drekka og dugleg að sofa, í nótt var mamma farin að hafa áhyggjur af mér vegna þess að ég svaf svo lengi! Það endaði með að hún vakti mig til að drekka eftir 6 klukkutíma!!! Ég hafði drukkið rosalega mikið áður en ég sofnaði og leið greinilega bara svona vel í vöggunni minni en ég var samt alveg rosalega svöng þegar ég vaknaði!
Afi Henry keypti handa okkur fínan vagn á þriðjudaginn og Kristín frænka keypti kerrupoka um daginn svo núna getum við farið út í göngutúr þegar veðrið er gott. Við mamma löbbuðum upp í Miðtún í gær með Bæring frænda og ætluðum að heimsækja langömmu og langafa en þá voru þau ekki heima. Þegar við komum svo aftur heim voru þau í heimsókn hjá okkur! Þannig að þetta var bara fínasti göngutúr :) Pabbi tók myndir af mér þegar mamma var búin að dúða mig til að fara út og þær koma vonandi inn á myndasíðuna bráðum, ég var í alltof stórri peysu sem Kristín prjónaði, of stórum ullarsokkum með tvær húfur og í skinnvettlingum sem fylgja með kerrupokanum og ná mér upp á axlir...
jæja, við látum þetta duga í bili,
kv, snúlla