.comment-link {margin-left:.6em;}

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Komin heim

Við komum heim úr Akureyrarferðinni í gærkvöldi. Ég var voða góð í bílnum báðar leiðir, á leiðinni norður vaknaði ég við Staðarskála og fékk mér að drekka, sofnaði svo aftur og svaf alla leið til Akureyrar. Á leiðinni til baka vaknaði ég á Blönduósi og fékk mér að drekka og vakti þá í svolitla stund, sofnaði svo aftur og vaknaði ekki fyrr en heima hjá Jónu ömmu á Ísafirði!
Það var bara gaman á Akureyri núna. Ég og pabbi höfðum það bara notalegt meðan mamma var alltaf á einhverjum þeytingi í skólann. Mamma var svolítið lasin og kom ekki upp orði á þriðjudaginn og varla í gær heldur, hún er núna öll að hressast. Við mamma og pabbi fórum í búðir á Akureyri og keyptum næstum allar jólagjafirnar! Mömmu finnst voða gott að vera búin að kaupa þær snemma, þá þarf ekkert að vera að stressa sig á þorláksmessukvöld :)
Ég og pabbi fórum og heimsóttum shell-kallana og svo fórum við með mömmu í jólahúsið, ég svaf bara í jólahúsinu en ég grenjaði smá á shell-kallana.
Mamma og pabbi eru voða stolt af mér því að ég velti mér af maganum yfir á bakið meðan við vorum fyrir norðan :)
Mamma skrópaði svo í síðustu tímunum í gær til að við kæmumst fyrr af stað, og við vorum komin hingað um níuleytið í gærkvöldi.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?