mánudagur, nóvember 01, 2004
langalengjunöfn
Mamma fór í bankann í dag og stofnaði fyrir mig framtíðarreikning, sem er lokaður þangað til ég er 18 ára! Ég fékk svaka flottan bauk og hringlu frá bankanum :) Aftur lenti mamma svo í því að nafnið mitt var of langt, það komst ekki á bankabókina, þannig að það stendur bara Sigrún A. Aradóttir
Skrýtið að það sé ekki gert ráð fyrir löngum nöfnum, ekki einu sinni í bankanum! Annars er Sigrún Aðalheiður ekki svo mjög langt nafn. Langalangafi minn hét Stígur Bæring Vagn Haraldsson og bróðir hans hét Frímann Sigmundur Jón Haraldsson svo á ég einn frænda sem heitir Ásgeir Guðmundur Helgi Jónsson, hvað ætli standi á bankabókinni hans?
Annars er mamma núna að skrifa þetta í skólanum, Jóna amma er farin aftur að vinna, hætt í verkfalli, allavega í bili, og þess vegna er ég í pössun hjá ömmu og afa í Móholti :)
kv, Sigrún Aðalheiður
Skrýtið að það sé ekki gert ráð fyrir löngum nöfnum, ekki einu sinni í bankanum! Annars er Sigrún Aðalheiður ekki svo mjög langt nafn. Langalangafi minn hét Stígur Bæring Vagn Haraldsson og bróðir hans hét Frímann Sigmundur Jón Haraldsson svo á ég einn frænda sem heitir Ásgeir Guðmundur Helgi Jónsson, hvað ætli standi á bankabókinni hans?
Annars er mamma núna að skrifa þetta í skólanum, Jóna amma er farin aftur að vinna, hætt í verkfalli, allavega í bili, og þess vegna er ég í pössun hjá ömmu og afa í Móholti :)
kv, Sigrún Aðalheiður