.comment-link {margin-left:.6em;}

mánudagur, desember 06, 2004

Afmælisveisla og jólaljós

Ég fór í afmæli í gær! Stóra frænka mín hún Hildur Kristey var að halda upp á 5 ára afmæli sitt en hún á ekki afmæli fyrr en 24. des, mamma hennar og pabbi eru bara svo góð að leyfa henni að halda upp á það núna svo að afmælið týnist ekki bara í jólunum! Ég og mamma fórum í svaka fína veislu, ég var nú bara sofandi mest allan tímann en vaknaði aðeins svona til að kíkja á krakkana og frænkurnar mínar. Mamma fékk fullt af svaka góðum kökum :)
Svo þegar við komum úr veislunni var Birgitta hans Einars komin til okkar af því að mamma ætlaði að hjálpa henni að læra stærðfræði, það gekk bara ágætlega og ég svaf allan stærðfræðitíman. Hún Birgitta er örugglega í prófinu núna!

Ég er mjög upptekin af jólaséríunni hennar mömmu, get setið og spjallað við hana lengi, hún er með ofsalega fínum rauðum ljósum en ekki nærri því eins skemmtileg og stóra spiladósin hans Henrys afa! hún er sko með blikkandi ljósum og spilar lag, æðislega fín. Amma í Móholti á líka ofsalega skemmtilegan Jólasvein sem ég spjallaði heilmikið við um daginn. Þetta er aldeilis skemmtilegur tími fyrir svona stelpur eins og mig sem hafa gaman af ljósum og skærum litum!

En jæja til hamingju með afmælið Hildur Kristey og gangi þér vel í prófinu Birgitta.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?