mánudagur, desember 13, 2004
Það er allt á floti alstaðar...
Við mamma vöknuðum við símhringingu í morgun. Það var hún Kristín Þóris (mamma Eriks á efri hæðinni) hún var að passa Söru (sem býr uppi) og varð litið niður í kjallara og þar var ALLT Á FLOTI! Við mamma vöktum pabba og hann fór niður að skoða og vesenast, þau hringdu á slökkviliðið en þeir vildu ekki koma að dæla fyrr en það væri fallið frá, þannig að pabbi fór niður í Sindragötu og sótti dæluna sem Björgunarfélagið á og dældi upp úr kjallaranum bæði hjá okkur og Erik. Barði kom svo að hjálpa honum og afi Henry kíkti líka á okkur. Pabbi er búinn að vera í allan dag að hreinsa kjallarann og er enn að og nú er aftur háflóð klukkan hálf tíu í kvöld en núna erum við tilbúin :)
Verst er að þvottavélin lenti í vatninu, við vitum ekki ennþá hvort hún er ónýt og við mamma vonum svo sannarlega að hún sé það ekki!
Annars kom Edda María vinkona mömmu í heimsókn í dag til að skoða mig og í gær vorum við í mat hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti, langamma og langafi voru líka í mat og mamma setti inn mynd af mér með þeim og líka með Eddu.
kv, Sigrún Aðalheiður
Verst er að þvottavélin lenti í vatninu, við vitum ekki ennþá hvort hún er ónýt og við mamma vonum svo sannarlega að hún sé það ekki!
Annars kom Edda María vinkona mömmu í heimsókn í dag til að skoða mig og í gær vorum við í mat hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti, langamma og langafi voru líka í mat og mamma setti inn mynd af mér með þeim og líka með Eddu.
kv, Sigrún Aðalheiður