fimmtudagur, desember 30, 2004
Jólaböll
Ég er búin að fara á tvö jólaböll eitt frímúraraball með Elvu, Jóhönnu, Írisi og Heiðdísi, það var í fyrradag og voða gaman, það komu jólasveinar og allt en ég er nú full lítil til að skilja allt þetta. Í gær fór ég svo á oddfellowjólaball, það var líka rosa gaman en við mamma þurftum að fara áður en jólasveinarnir komu vegna þess að mamma þurfti að fara í skólann sinn. Ég fór í pössun til Jónu ömmu, mamma setur inn nokkrar myndir úr pössuninni.
Núna er ég farin að ''tala'' heilmikið þetta er mest svona rámt hvísl en mér finnst það kjög skemmtilegt ég er líka farin að naga á mér tærnar og ver alveg öskuill þegar mamma tekur þær og setur í sokka eða sokkabuxur!
Elva, Barði, Áslaug, Davíð og Jóhanna voru í mat hjá okkur í kvöld, það var bara fínt, þau borðuðu hangikjöt, Jóhanna fékk graut en ég fékk auðvitað ekki neitt frekar en venjulega.
kv, Sigrún Aðalheiður
Núna er ég farin að ''tala'' heilmikið þetta er mest svona rámt hvísl en mér finnst það kjög skemmtilegt ég er líka farin að naga á mér tærnar og ver alveg öskuill þegar mamma tekur þær og setur í sokka eða sokkabuxur!
Elva, Barði, Áslaug, Davíð og Jóhanna voru í mat hjá okkur í kvöld, það var bara fínt, þau borðuðu hangikjöt, Jóhanna fékk graut en ég fékk auðvitað ekki neitt frekar en venjulega.
kv, Sigrún Aðalheiður