þriðjudagur, desember 21, 2004
Jólin eru að koma!
Mamma segir að jólin séu alveg bráðum að koma, ég veit ekkert hvað þetta jól er en mamma hlakkar mikið til þeirra. Ég og mamma og pabbi ætlum að vera í Móholti hjá ömmu og afa á aðfangadagskvöld, Heiða föðursystir og Íris dóttir hennar verða líka þar. Annars er pabbi að smíða vegg og parketleggja hjá okkur núna og við mamma bara að stússast í bakstri, tiltekt og öðru tilfallandi.
Mamma fór í klippingu í dag og lét klippa sig alveg stutt og mér finnst voða skrýtið að sjá einhverja konu með röddina hennar mömmu og lyktina! Það er samt voða fyndið og ég er búin að glotta og hlæja mikið í kvöld.
kv, Sigrún Aðalheiður
Mamma fór í klippingu í dag og lét klippa sig alveg stutt og mér finnst voða skrýtið að sjá einhverja konu með röddina hennar mömmu og lyktina! Það er samt voða fyndið og ég er búin að glotta og hlæja mikið í kvöld.
kv, Sigrún Aðalheiður