laugardagur, janúar 29, 2005
Besta rassakrem í heimi!
Ég á besta rassakrem í heimi. Það heitir Barnakrem og er úr jurtum stendur á dollunni, það er framleitt af Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd og mamma keypti það í blómabúðinni sem er hætt. Kremið hefur alltaf virkað vel en núna væri það sko komið í guðatölu ef það væri persóna! Mamma tók nefnilega eftir að ég var ekki með nein ofnæmisútbrot á rassinum og Henry afa datt í hug að það gæti verið eitthvað efni í bleyjunni eða rassakreminu sem væri svona gott, mamma ákvað að það gæti ekki versnað svo að hún bar rassakremið á allan kroppinn minn og viti menn! útbrotin voru öll farin á innan við 12 tímum!
Við mamma mælum sko pottþétt með þessu kremi!
Til hamingju með afmælið Verena frænka í Þýskalandi
kv, Sigrún Aðalheiður
Við mamma mælum sko pottþétt með þessu kremi!
Til hamingju með afmælið Verena frænka í Þýskalandi
kv, Sigrún Aðalheiður