mánudagur, janúar 10, 2005
Breytingar á síðunni
Eins og þið sjáið þá hafa verið gerðar þó nokkrar breytingar á síðunni minni yfir jólin. Aðallega eru þetta letur og útlitsbreytingar en einnig hefur verið bætt við linknum sem heitir staðreyndir og er undir ég hérna til hægri á síðunni. Þarna setur mamma inn hvað ég er stór og þung og svona það helsta sem ég læri, þetta setur hún inn jafnóðum með dagsetningum og hvað ég er gömul. Þarna er sem sagt hægt að fylgjast með því helsta sem ég er að læra.
kv, Sigrún Aðalheiður
kv, Sigrún Aðalheiður