fimmtudagur, janúar 06, 2005
Hring eftir hring eftir hring eftir hring...
Það er frekar lítið að frétta af mér núna, ég bara snýst og snýst í rúminu, hvort sem ég vaki eða sef og er núna farin að fara mjög hratt, liggjandi á bakinu get alveg snúið mér í 360 gráður á 10-15 mínútum. Stundum festist ég og þá er ég ekkert kát...
Helga frænka mín segir samt að ég sé fædd jákvæð vegna þess að ég fer ekki endilega að grenja ef eitthvað bjátar á en ég verð óskaplega glöð þegar það lagast :)
Kristín frænka er búin að vera að passa mig tvo síðustu morgna og kemur aftur á morgun, mamma er nefnilega búin að vera að leysa af í Grunnskólanum síðan hann byrjaði, svo byrjar skólinn hennar mömmu í næstu viku, Kristín frænka er þá bráðum að fara til útlanda þannig að ég þarf bara líklegast að fara með mömmu í skólann... það gæti nú verið erfiðara núna heldur en það var í haust þar sem ég er farin að vaka miklu meira og vilja láta leika við mig... Við sjáum bara til hvernig það fer.
Annars ætlum við mamma og pabbi að fara að kíkja til Jóhanns afa í kvöld, hann er aftur kominn á sjúkrahúsið og honum finnst voða gaman að fá afastelpuna sína heimsókn :)
kv, Sigrún Aðalheiður
Helga frænka mín segir samt að ég sé fædd jákvæð vegna þess að ég fer ekki endilega að grenja ef eitthvað bjátar á en ég verð óskaplega glöð þegar það lagast :)
Kristín frænka er búin að vera að passa mig tvo síðustu morgna og kemur aftur á morgun, mamma er nefnilega búin að vera að leysa af í Grunnskólanum síðan hann byrjaði, svo byrjar skólinn hennar mömmu í næstu viku, Kristín frænka er þá bráðum að fara til útlanda þannig að ég þarf bara líklegast að fara með mömmu í skólann... það gæti nú verið erfiðara núna heldur en það var í haust þar sem ég er farin að vaka miklu meira og vilja láta leika við mig... Við sjáum bara til hvernig það fer.
Annars ætlum við mamma og pabbi að fara að kíkja til Jóhanns afa í kvöld, hann er aftur kominn á sjúkrahúsið og honum finnst voða gaman að fá afastelpuna sína heimsókn :)
kv, Sigrún Aðalheiður