þriðjudagur, janúar 18, 2005
Kisuævintýri
Hvað haldið þið að hafi gerst í gærkvöldi? Ég lá á teppi á gólfinu og var að leika mér með dótið mitt og mamma sat í stofusófanum og horfði á sjónvarpið með annað augað á mér en svo var eitthvað spennandi í sjónvarpinu eða eitthvað svo hún leit ekki á mig í smá stund. Mamma heyrði svo eitthvað skrýtið hljóð og leit á mig þá hélt ég í skottið á KETTI!!! Við eigum ekki einu sinni kött! Þegar mamma stóð upp til að taka mig þá hljóp kötturinn niður í kjallara og síðan hefur ekkert spurst til hans. Mömmu dauðbá auðvitað en ég var ekkert að kippa mér upp við þetta. Mamma og pabbi eru búin að vera í smá kisuvandræðum síðan við fluttum í nýja húsið því að það er einhver köttur sem pissar alltaf á þvottahúsgluggann, þetta er kannski sá sami? Okkur er allavega ekki vel við að annara manna gæludýr komi óboðin í heimsókn svo passið upp á kettina ykkar!
Elsku Jóna amma: Til hamingju með afmælið!
kv, Sigrún Aðalheiður
Elsku Jóna amma: Til hamingju með afmælið!
kv, Sigrún Aðalheiður