sunnudagur, janúar 23, 2005
ýmsar fréttir af mér
Við mamma fórum heldur betur í göngutúr í gær! Löbbuðum inn í Móholt til ömmu, það var soldið ófært fyrir vagninn frá Grænagarði að Seljalandi en súper mamman og súperstelpan höfðu það, svo ekki sé nú talað um súper vagninn, þetta er eiginlega jeppi!
Við fórum svo í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti, mamma og pabbi fengu kjúkling en ég fékk sko graut með gulrótamauki útí, það var ÆÐISLEGA GOTT!!! Ég fékk svo að gista hjá afa og ömmu og kom ekki heim fyrr en undir hádegi í dag.
Svo í dag komu nágrannar okkar í heimsókn, Erik, Lísbet og Sara hún á síðu á barnalandi, þið getið skoðað hana ef þið klikkið á nafnið hennar.
Við fórum í heimsókn til ömmu í Móholti í dag, keyrandi í þetta skiptið! Elva og Jóhanna voru þar líka í heimsókn og við Jóhanna spjölluðum svolítið saman, hún var eiginlega bara hrædd við mig en jafnaði sig fljótt og stal duddunni minni.
Á morgun fer ég svo í pössun á Hafrafell meðan mamma er í skólanum.
kv, Sigrún Aðalheiður
Við fórum svo í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti, mamma og pabbi fengu kjúkling en ég fékk sko graut með gulrótamauki útí, það var ÆÐISLEGA GOTT!!! Ég fékk svo að gista hjá afa og ömmu og kom ekki heim fyrr en undir hádegi í dag.
Svo í dag komu nágrannar okkar í heimsókn, Erik, Lísbet og Sara hún á síðu á barnalandi, þið getið skoðað hana ef þið klikkið á nafnið hennar.
Við fórum í heimsókn til ömmu í Móholti í dag, keyrandi í þetta skiptið! Elva og Jóhanna voru þar líka í heimsókn og við Jóhanna spjölluðum svolítið saman, hún var eiginlega bara hrædd við mig en jafnaði sig fljótt og stal duddunni minni.
Á morgun fer ég svo í pössun á Hafrafell meðan mamma er í skólanum.
kv, Sigrún Aðalheiður