.comment-link {margin-left:.6em;}

sunnudagur, janúar 02, 2005

Áramót

Gleðilegt nýtt ár!

Ég, mamma og pabbi borðuðum hjá ömmu og afa í Móholti á gamlársdag svo fór pabbi að vesenast í flugeldasýninunni sem var frestað en ég og mamma kíktum á ömmu og afa í Fjarðarstræti á meðan og borðuðum aftur þar :) Við vorum svo komin inneftir aftur áður en skaupið byrjaði og horfðum á það, þarna var ég reyndar sofnuð og rumskaði ekki einu sinni við lætin klukkan 12, heldur svaf bara á mínu græna eyra alveg til svona 1 en þá voru Jóna amma, Henry afi og Bæring frændi líka komin inn í Móholt til ömmu og afa þar. Ég vaknaði aðeins til að kíkja á fólkið en fór svo bara að sofa aftur og vaknaði ekki fyrr en um hádegi! Það getur verið erfitt að vera svona lítil eins og ég!

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?