þriðjudagur, janúar 25, 2005
Sundgarpurinn
Pössunin gekk bara vel á Hafrafelli í gær. Það var rosa mikið rok, mamma fór í Bónus og keypti m.a. klósettpappír sem fauk út í hafsauga áður en hún náði að koma honum í bílinn! Í gærkvöldið prófaði ég nýja sundbolinn minn í baðkarinu heima, hann er soldið stór en dugir alveg. Í dag fór ég svo í fyrsta sundtímann, það var rosalega gaman og ég var svo þreytt þegar ég var búin að ég sofnaði á leiðinni heim og mamma vakti mig svo klukkan rúmlega fimm til að ég myndi borða eitthvað áður en hún þyrfti að fara á lúðrasveitaræfingu, ég var í pössun hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti á meðan. Tölvan hennar mömmu er biluð og er í viðgerð svo að núna er hún að skrifa þetta heima hjá ömmu og afa, þess vegna getur hún ekki sett inn myndir í dag en pabbi hennar Hrefnu Dísar ætlar að senda okkur einhverjar sundmyndir frá því í dag, þær koma svo inn á myndasíðuna við fyrsta tækifæri.
kv, Sigrún Aðalheiður
kv, Sigrún Aðalheiður