föstudagur, febrúar 18, 2005
5 mánaða
hæ, ég er orðin fimm mánaða, varð það reyndar á mánudaginn en vegna þess að ég var soldið slöpp ennþá um helgina þá ákvað mamma að ég færi ekki í skoðunina fyrr en í dag, vegna þess að það var sprauta. Ég var rosa dugleg í sprautunni, grét ekki neitt og varð ekkert reið í þetta sinn! Ég var mæld og vigtuð og er orðin 5990 gr og 63 cm aldeilis orðin stór stelpa! Ég pissaði á mömmu í skoðuninni, það var bara svo gott að vera svona berrössuð en mamma þurfti að labba heim í blautum sokkum í kuldanum... aumingja mamma. Það er víst rétt að setja herna niður aðeins hvað ég get þessa dagana.
Ef mér er rétt hönd og sagt: komdu sæl. Þá rétti ég mína hönd á móti og ætlast til að það sé tekið í hana og sagt: komdu sæl og blessuð, þá verð ég rosalega glöð! Ég rúlla mér um öll gólf og er farin að reyna að setja hnén undir mig, þegar mér tekst það þá gleymi ég að lyfta mér upp að framan. Ég er farin að æfa mig að sitja sjálf en dett yfirleitt á hliðina eða andlitið eftir smá stund, er samt alltaf að verða stöðugri og stöðugri með hverjum deginum.
Mamma segir að ég sé handóð, ef eitthvað er innan seilingar þá æsist ég öll upp og VERÐ að taka það og setja það auðvitað beint í munninn! Stundum ef hlutir eru rétt utan seilingar þá teygi ég hendurnar í áttina til þeirra og öskra soldið á þá, þeir koma samt ekki en það má alltaf reyna, er það ekki?
Ég er mjög óþolinmóð, þegar mamma er að gefa mér grautinn þá græt ég meðan hún fyllir skeiðina, hún ætti kannski bara að fá sér tvær skeiðar og mata mig svoleiðis?
Að lokum vill ég minna alla á að skrifa í gestabókina mína
kv, Sigrún Aðalheiður
Ef mér er rétt hönd og sagt: komdu sæl. Þá rétti ég mína hönd á móti og ætlast til að það sé tekið í hana og sagt: komdu sæl og blessuð, þá verð ég rosalega glöð! Ég rúlla mér um öll gólf og er farin að reyna að setja hnén undir mig, þegar mér tekst það þá gleymi ég að lyfta mér upp að framan. Ég er farin að æfa mig að sitja sjálf en dett yfirleitt á hliðina eða andlitið eftir smá stund, er samt alltaf að verða stöðugri og stöðugri með hverjum deginum.
Mamma segir að ég sé handóð, ef eitthvað er innan seilingar þá æsist ég öll upp og VERÐ að taka það og setja það auðvitað beint í munninn! Stundum ef hlutir eru rétt utan seilingar þá teygi ég hendurnar í áttina til þeirra og öskra soldið á þá, þeir koma samt ekki en það má alltaf reyna, er það ekki?
Ég er mjög óþolinmóð, þegar mamma er að gefa mér grautinn þá græt ég meðan hún fyllir skeiðina, hún ætti kannski bara að fá sér tvær skeiðar og mata mig svoleiðis?
Að lokum vill ég minna alla á að skrifa í gestabókina mína
kv, Sigrún Aðalheiður