mánudagur, febrúar 07, 2005
Flensan...
Nú liggjum við öll fjölskyldan í flensu :( Fyrst veiktist pabbi, svo ég og síðast mamma, ég og mamma erum samt aðeins að hressast núna en pabbi er alveg utan þjónustusvæðis ennþá. Jóna amma var búin að sauma á mig fínan grímubúning sem ég gat svo bara ekkert notað, ég smelli mér nú samt í hann þegar ég er orðin hress þó ekki væri nema bara til að taka myndog setja á síðuna. Mamma og pabbi voru svo hrikalega lasin í dag að ég fór aðeins í heimsókn til ömmu og afa í Fjarðarstræti svo þau gætu lagt sig. Mamma heldur að við höfum öll haft gott af því :)
kv, Sigrún Aðalheiður
kv, Sigrún Aðalheiður