fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Sól, sól skín á mig
Loksins kom sólin! Í dag er fyrsti dagurinn sem sólin nær að skína á húsið okkar, hún hefði örugglega skinið fyrir nokkrum dögum en þá var bara alltaf skýjað! Ég fór út að sofa í sólinni.
Annars er ég búin að vera í pössun á Hafrafelli núna 3 morgna í þessari viku, svaka gaman, við Jóhanna erum mikið að skoða hvor aðra. Í dag var hún meira að segja að hrekkja mig! Ég fattaði það nú ekki alveg samt, hún rétti mér dót og svo þegar ég teygði mig eftir því þá kippti hún því í burtu og fannst þetta voða sniðugt! Svona getur verið að vera yngri... en ég á nú örugglega eftir að ná mér á strik þótt síðar verði!
kv, Sigrún Aðalheiður
Annars er ég búin að vera í pössun á Hafrafelli núna 3 morgna í þessari viku, svaka gaman, við Jóhanna erum mikið að skoða hvor aðra. Í dag var hún meira að segja að hrekkja mig! Ég fattaði það nú ekki alveg samt, hún rétti mér dót og svo þegar ég teygði mig eftir því þá kippti hún því í burtu og fannst þetta voða sniðugt! Svona getur verið að vera yngri... en ég á nú örugglega eftir að ná mér á strik þótt síðar verði!
kv, Sigrún Aðalheiður