mánudagur, mars 14, 2005
6 mánaða!
Ég er orðin 6 mánaða! mömmu og pabba finnst tíminn hafa liðið svo fljótt! Ég fór í mælingu í dag og er orðin 6,5 kg og 64,5 cm. Bara orðin stór og sterk. Það er búið að vera svo kalt undanfarið að ég hef ekkert getað farið út og mér hundleiðist það, það er samt gaman núna því að það er smá tilbreyting frá því að vera alltaf heima allan daginn með mömmu því að núna er pabbi í fæðingarorlofi og við erum saman heima á morgnanna á meðan mamma er í skólanum.
Ég er farin að smakka allskonar mat núna, er búin að smakka, gulrætur, gúrkur, rófur, kæfu, rjóma, ís, epli, banana, kex og örugglega eitthvað fleira sem mamma man ekki núna. Mér finnst eiginlega allt gott, sumt er soldið skítið fyrst en mér finnst bara svo gaman að borða að ég læt mig hafa það, og þá er það gott eftir smá stund.
Það eru komnar 10 nýjar myndir, meðal annars ein ''gömul'' mynd af mér frá því nóttina sem ég fæddist og svo önnur af mér sem var tekin í dag og það er sko enginn smá munur! Svakalega hef ég stækkað!
mamma og pabbi vilja enn og aftur minna á gestabókina
kv, Sigrún Aðalheiður
Ég er farin að smakka allskonar mat núna, er búin að smakka, gulrætur, gúrkur, rófur, kæfu, rjóma, ís, epli, banana, kex og örugglega eitthvað fleira sem mamma man ekki núna. Mér finnst eiginlega allt gott, sumt er soldið skítið fyrst en mér finnst bara svo gaman að borða að ég læt mig hafa það, og þá er það gott eftir smá stund.
Það eru komnar 10 nýjar myndir, meðal annars ein ''gömul'' mynd af mér frá því nóttina sem ég fæddist og svo önnur af mér sem var tekin í dag og það er sko enginn smá munur! Svakalega hef ég stækkað!
mamma og pabbi vilja enn og aftur minna á gestabókina
kv, Sigrún Aðalheiður