mánudagur, mars 28, 2005
Aldrei fór ég suður og páskarnir
Ég fór á rokkhátíð á laugardaginn! Ég var alveg dolfallin yfir öllu fólkinu og hávaðanum, við mamma vorum ekkert rosalega lengi en það var samt gaman, hittum fullt af fólki. Ég fékk merki sem ég er með á gallanum mínum.
Eftir að við komum heim, svona milli tíu og ellefu um kvöldið fór að bera á því að fólk kom að pissa í garðinn okkar... Það hélt svo áfram alla nóttina og um morguninn var garðurinn svo útpissaður að Skotta greyjið vissi ekkert hvar hún mátti núna pissa, garðurinn orðinn merktur öðrum í bak og fyrir! Mömmu og pabba er nú eiginlega alveg sama um þetta en þeim finnst soldið leiðinlegt að einhver sem kom að pissa í garðinn um nóttina braut gömlu talíuna af húsinu sem var búin að vera á því alveg síðan það var skipasmíðastöð í gamladaga, en svona er þetta.
Ég fékk páskaegg, alveg helling, það eru komnar myndir af því á myndasíðuna. Mamma ætlaði ekkert að leyfa mér að smakka en svo leyfði pabbi mér aðeins að sleikja púkaeggið og þá var sko ekki aftur snúið! Þetta var algjört æði, þau sættust samt á það að gefa mér ekki mikið, því þá fengi ég örugglega í magann og það finnst okkur svo leiðinlegt.
Ég og pabbi vorum bara ein heima eftir hádegið í dag af því að mamma fór með Jónu ömmu, Bæring frænda og Jóhanni í gönguferð, svo fór ég í pössun til ömmu í Móholti og pabbi og mamma fóru á vélsleða. Svo komu mamma og pabbi til ömmu og við borðuðum þar, ég fékk rjóma, blandaðraáxtamauk, serjos og ís, allt saman voðalega gott.
kíkið á myndasíðuna og ekki gleyma gestabókinni!
kv, Sigrún Aðalheiður
Eftir að við komum heim, svona milli tíu og ellefu um kvöldið fór að bera á því að fólk kom að pissa í garðinn okkar... Það hélt svo áfram alla nóttina og um morguninn var garðurinn svo útpissaður að Skotta greyjið vissi ekkert hvar hún mátti núna pissa, garðurinn orðinn merktur öðrum í bak og fyrir! Mömmu og pabba er nú eiginlega alveg sama um þetta en þeim finnst soldið leiðinlegt að einhver sem kom að pissa í garðinn um nóttina braut gömlu talíuna af húsinu sem var búin að vera á því alveg síðan það var skipasmíðastöð í gamladaga, en svona er þetta.
Ég fékk páskaegg, alveg helling, það eru komnar myndir af því á myndasíðuna. Mamma ætlaði ekkert að leyfa mér að smakka en svo leyfði pabbi mér aðeins að sleikja púkaeggið og þá var sko ekki aftur snúið! Þetta var algjört æði, þau sættust samt á það að gefa mér ekki mikið, því þá fengi ég örugglega í magann og það finnst okkur svo leiðinlegt.
Ég og pabbi vorum bara ein heima eftir hádegið í dag af því að mamma fór með Jónu ömmu, Bæring frænda og Jóhanni í gönguferð, svo fór ég í pössun til ömmu í Móholti og pabbi og mamma fóru á vélsleða. Svo komu mamma og pabbi til ömmu og við borðuðum þar, ég fékk rjóma, blandaðraáxtamauk, serjos og ís, allt saman voðalega gott.
kíkið á myndasíðuna og ekki gleyma gestabókinni!
kv, Sigrún Aðalheiður