.comment-link {margin-left:.6em;}

laugardagur, mars 26, 2005

alltaf í pössun!

Nú er orðið langt síðan mamma skrifaði síðast, Kristín frænka sendi tölvupóst fyrir mörgum dögum að kvarta yfir fréttaleysi! Ég var í pössun hjá ömmu í Móholti aðfararnótt fimmtudags, það var rosa gaman hjá okkur, Íris var líka hjá ömmu, ég var bara góð hjá þeim eins og alltaf. Svo var ég með mömmu í skeytasölunni á fimmtudaginn, ég var nú sofandi mest allan tímann en sá nú samt aðeins hvernig þetta fer fram!

Í gær vorum við mamma heil mikið úti að labba og vesenast svo kom Birgitta vinkona mömmu í heimsókn og svo komu Elsa, Arnar og Ari Þröstur í heimsókn líka. Þau eiga heima á Akranesi en voru í heimsókn hérna á Ísafirði. Ari Þröstur er september kríli eins og ég, hann er bara fæddur 2. september, en hann er sko samt miklu miklu stærri en ég þó hann sé bara nokkrum dögum eldri, ætli ég sé ekki bara svona mikill trítill!

Um kvöldið fóru mamma og pabbi í afmæli hjá Sigrúnu Örnu og ég var í pössun hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti sem eru einmitt loksins komin heim frá Þýskalandi! Ég var bara stillt í pössuninni og kom ekki heim fyrr en um hádegi! Ég er reyndar ekki enn búin að koma inn heima því ég er búin að vera sofandi úti í vagni síðan ég kom heim.

Ég þarf að hvíla mig vel því að ég er að fara út í nóttina í kvöld, mamma og pabbi og amma og afi og allir ætla að fara niður í Edinborgarhús á Aldrei fór ég suður tónleikana, það verður örugglega rosa gaman, við mamma kíktum aðeins þangað í dag þegar ég var sofandi í vagninum en það er svo mikið vesen að vera með barnavagninn þar sem er svona mikið fólk að við ætlum bara að fara aftur eftir matinn og þá kem ég bara með ''í hendi'' eins og mamma kallar það, það er nú eins gott að ég er ekki mjög þung!

jæja, þetta er orðið gott í bili, það eru komnar inn nýjar myndir.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?