þriðjudagur, mars 15, 2005
Nýr fjölskyldumeðlimur
Það er kominn nýr fjölskyldumeðlimur á heimilið mitt. Það er HUNDUR, eða eiginlega tík, hún er bara hvolpur ennþá samt, hún fæddist 8. janúar 2005, meira að segja yngri en ég! Það eru myndir af henni á myndasíðunni minni. Það er ekki ennþá búið að ákveða hvað hún á að heita og við óskum hér með eftir tillögum, það hafa nú þegar borist nokkrar og við setjum þær hér: Branda, Helga, Snoppa, Stjarna, Týra, Hetja, Doppa, Randa og Deppla. Þetta eru allt ágætis tillögur og þið megið endilega láta vita, annað hvort í gestabókina eða með e-mail (harpaskarpa@simnet.is) hvað ykkur finnst, og auðvitað koma með nýjar tillögur líka!
Hún er svört og hvít, með svartan búk og hvítan maga, hvítan kraga og hvítt neðan á öllum fótum, hún er með litla hvíta stjörnu á hnakkanum, hvítt í kringum nefið og hvíta týru á skottinu. Hún er líka með brúnar rendur í feldinum á búknum.
En nóg af því, ég og pabbi vorum heima í morgun meðan mamma var aðeins að leysa af í Grísó og við skemmtum okkur bara vel, svo fórum við að stússast soldið þegar mamma var komin heim og fórum svo til Bolungarvíkur að sækja hvolpinn okkar. Svo fórum við til ömmu í Móholti, við pabbi og hundurinn vorum þar meðan mamma skrapp í Bónus. Amma var að baka snúða og mig langaði rosa mikið í en fékk ekki neitt frekar en fyrri daginn... Svo komu amma og afi í Fjarðarstræti og Bæring frændi og Ragnar vinur hans í heimsókn í kvöld, það var voða gaman, þau voru að djöflast í mér og ég var alveg að fíla það! Annars eru amma og afi í Fjarðarstræti að fara til Reykjavíkur á morgun og svo til Þýskalands svo að nú sé ég þau ekki í marga daga.
Góða ferð amma, afi og Bæring frændi.
kv, Sigrún Aðalheiður
Hún er svört og hvít, með svartan búk og hvítan maga, hvítan kraga og hvítt neðan á öllum fótum, hún er með litla hvíta stjörnu á hnakkanum, hvítt í kringum nefið og hvíta týru á skottinu. Hún er líka með brúnar rendur í feldinum á búknum.
En nóg af því, ég og pabbi vorum heima í morgun meðan mamma var aðeins að leysa af í Grísó og við skemmtum okkur bara vel, svo fórum við að stússast soldið þegar mamma var komin heim og fórum svo til Bolungarvíkur að sækja hvolpinn okkar. Svo fórum við til ömmu í Móholti, við pabbi og hundurinn vorum þar meðan mamma skrapp í Bónus. Amma var að baka snúða og mig langaði rosa mikið í en fékk ekki neitt frekar en fyrri daginn... Svo komu amma og afi í Fjarðarstræti og Bæring frændi og Ragnar vinur hans í heimsókn í kvöld, það var voða gaman, þau voru að djöflast í mér og ég var alveg að fíla það! Annars eru amma og afi í Fjarðarstræti að fara til Reykjavíkur á morgun og svo til Þýskalands svo að nú sé ég þau ekki í marga daga.
Góða ferð amma, afi og Bæring frændi.
kv, Sigrún Aðalheiður