sunnudagur, mars 06, 2005
Ís, ís, ís og nýjar myndir
Ég og mamma fórum í göngutúr á föstudagsmorguninn og komum við hjá langömmu og langafa í Miðtúni, ég ætlaði sko ekki að sofa það af mér og vaknaði í miðjum útiblundi til að kíkja á þau! Svo var ég í pössun hjá ömmu og afa í Fjarðarstræti um kvöldið af því að pabbi var að vesenast í bílskúrnum og mamma fór á spilavist.
Í gær vaknaði ég snemma og dreif foreldra mína á fætur, þau voru eitthvað lítið hress en ég var hin kátasta. Ég er búin að vera með vesen undanfarna daga og hef ekki viljað sofa mikið, sérstaklega ekki yfir daginn svo að mamma þarf eiginlega að labba með mig allan lúrinn, því að ég vakna alltaf þegar hún stoppar. Já fín líkamsrækt fyrir mömmu!
Í gærkvöldi komu amma og afi í Fjarðarstræti og Bæring frændi í heimsókn til okkar, þau komu með ís og ég fékk að smakka, mér finnst það alveg ÆÐISLEGA gott! Svo lék ég mér lengi frameftir eftir að þau voru farin, datt í dótakassann og ýmislegt. Mamma og pabbi tóku fullt af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna.
Það var svo mikið basl á mér í gær að ég var alveg rosalega þreytt og svaf bara alveg til 10 í morgun án þess að rumska í alla nótt.
en jæja, það eru komnar nýjar myndir.
kv, Sigrún Aðalheiður
Í gær vaknaði ég snemma og dreif foreldra mína á fætur, þau voru eitthvað lítið hress en ég var hin kátasta. Ég er búin að vera með vesen undanfarna daga og hef ekki viljað sofa mikið, sérstaklega ekki yfir daginn svo að mamma þarf eiginlega að labba með mig allan lúrinn, því að ég vakna alltaf þegar hún stoppar. Já fín líkamsrækt fyrir mömmu!
Í gærkvöldi komu amma og afi í Fjarðarstræti og Bæring frændi í heimsókn til okkar, þau komu með ís og ég fékk að smakka, mér finnst það alveg ÆÐISLEGA gott! Svo lék ég mér lengi frameftir eftir að þau voru farin, datt í dótakassann og ýmislegt. Mamma og pabbi tóku fullt af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna.
Það var svo mikið basl á mér í gær að ég var alveg rosalega þreytt og svaf bara alveg til 10 í morgun án þess að rumska í alla nótt.
en jæja, það eru komnar nýjar myndir.
kv, Sigrún Aðalheiður