þriðjudagur, mars 08, 2005
Viltu snuð?
Ég fór í heimsókn til ömmu í Móholti í gærkvöldi, það var bara gaman, það er orðið svo langt síðan ég sá hana síðast. Hún var í Reykjavík og keypti bangsa sem ''dongar'' þegar hann dettur, ég var soldið hissa fyrst en svo var það rosa gaman.
Það er tvennt sem mér finnst skemmtilegast þessa dagana, það er að blása, mamma veit ekki hvernig mér datt það í hug, líklegt finnst henni samt að það sé vegna þess að hún og pabbi flauta oft fyrir mig, eða þá að hún blæs á matinn ef hann er heitur áður en ég fæ að borða. Það er engin leið að vita afhverju ég er alltaf að blása. Hitt sem ég er alltaf að gera núna er að gefa öðrum snuðið mitt, það er sko svakalega fyndið!
Mamma og pabbi pöntuðu stól fyrir mig til að sitja í við matarborðið og hann kom loksins í dag, mamma baslaði heillengi við að koma honum saman, gafst svo upp og fór út í göngutúr með Greipi og mér. Þegar við komum heim þá bara small stóllinn saman eins og ekkert væri! Svo að núna fæ ég að borða kvöldmatinn minn í fínum stól! Það koma svo myndir af því fljótlega.
kv, Sigrún Aðalheiður
Það er tvennt sem mér finnst skemmtilegast þessa dagana, það er að blása, mamma veit ekki hvernig mér datt það í hug, líklegt finnst henni samt að það sé vegna þess að hún og pabbi flauta oft fyrir mig, eða þá að hún blæs á matinn ef hann er heitur áður en ég fæ að borða. Það er engin leið að vita afhverju ég er alltaf að blása. Hitt sem ég er alltaf að gera núna er að gefa öðrum snuðið mitt, það er sko svakalega fyndið!
Mamma og pabbi pöntuðu stól fyrir mig til að sitja í við matarborðið og hann kom loksins í dag, mamma baslaði heillengi við að koma honum saman, gafst svo upp og fór út í göngutúr með Greipi og mér. Þegar við komum heim þá bara small stóllinn saman eins og ekkert væri! Svo að núna fæ ég að borða kvöldmatinn minn í fínum stól! Það koma svo myndir af því fljótlega.
kv, Sigrún Aðalheiður