.comment-link {margin-left:.6em;}

föstudagur, apríl 01, 2005

1. apríl

Ég var ekkert göbbuð í dag, enda kann ég ekki að hlaupa svo að það hefði ekkert upp á sig...

Ég fékk mína fyrstu byltu á þriðjudaginn, ég rúllaði mér fram úr sófanum hjá ömmu og afa, það var rosalega vont, en ég var fljót að jafna mig! Svo fékk ég fyrstu kúluna í dag, þetta er greinilega allt að bresta á! Sem betur fer er þetta ekkert stór kúla.

Pabbi er byrjaður að laga gula herbergið svo að bráðum ''flytjum'' við þangað, það verður nú gaman, mömmu finnst það herbergi einhvernvegin meira kósý en herbergið sem við erum í núna.

mamma verður að fara að læra núna, það er ekkert sem heitir, ég er sofnuð og pabbi að basla inni í herbergi.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?