fimmtudagur, apríl 14, 2005
7 mánaða
Ég er sjö mánaða í dag! og ég er orðin svo stór og dugleg. Ég kann ýmislegt núna, ég get vinkað, bæði með því að veifa hendinni og með því að kreppa og opna lófann. Mér þykir rosalega fyndið ef einhver er týndur og segir svo BÖ! en skemmtilegast finnst mér samt að vera sjálf týnd og koma svo í ljós og einhver segir BÖ!
Ég er búin að vera að gubba rosalega mikið í gær og í fyrradag, mamma heldur að ég sé hreinlega með gubbupest, en svo er ég mikið skárri í dag.
Það er svo gott veður að ég fór með mömmu í göngutúr sitjandi í kerrunni. Það er rosa sport að sjá svona mikið í kringum sig. Það er svo mikil sól að ég er bara með sólhatt!
Ég er rosalega dugleg að tína serjos upp í mig og svo auðvitað ormast ég út um allt gólf og ríf og tæti allt sem ég næ í...
kv, Sigrún Aðalheiður
Ég er búin að vera að gubba rosalega mikið í gær og í fyrradag, mamma heldur að ég sé hreinlega með gubbupest, en svo er ég mikið skárri í dag.
Það er svo gott veður að ég fór með mömmu í göngutúr sitjandi í kerrunni. Það er rosa sport að sjá svona mikið í kringum sig. Það er svo mikil sól að ég er bara með sólhatt!
Ég er rosalega dugleg að tína serjos upp í mig og svo auðvitað ormast ég út um allt gólf og ríf og tæti allt sem ég næ í...
kv, Sigrún Aðalheiður