fimmtudagur, apríl 07, 2005
ballið byrjað hjá ma&pa!
Ég er alveg farin að fara um allt með ógnarhraða, mikið hraðar í dag en í gær! Mamma þurfti að setja sokka á pedalana á píanóinu og líma þá á því að mér finnst svo voðalega gott að naga pedalana! Þeir eru svo kaldir og góðir!
Við mamma erum búnar að ætla í heimsókn til langömmu og langafa alla vikuna en það er búið að vera svo kalt að við höfum ekki getað farið út í vagni! og bíllinn er bilaður, svo að við verðum bara að vera heima. Vonandi fer nú samt að hlýna bráðum, ég er alveg orðin hundleið á að hanga alltaf inni.
komnar nýjar myndir
kv, Sigrún Aðalheiður
Við mamma erum búnar að ætla í heimsókn til langömmu og langafa alla vikuna en það er búið að vera svo kalt að við höfum ekki getað farið út í vagni! og bíllinn er bilaður, svo að við verðum bara að vera heima. Vonandi fer nú samt að hlýna bráðum, ég er alveg orðin hundleið á að hanga alltaf inni.
komnar nýjar myndir
kv, Sigrún Aðalheiður