föstudagur, apríl 22, 2005
frussi fruss
Sumardagurinn fyrsti gekk í garð með æðislega góðu veðri og ég fór í skrúðgöngu með skátunum. Ég var samt svo þreytt að ég svaf bara allan tímann. Svo fórum við í heimsókn til ömmu í Móholti í gærkvöldi og ég var að leika við Írisi og Heiðdísi þar.
Jón frændi, bróðir hans Henrys afa kom í heimsókn til okkar eftir að við vorum komin heim frá ömmu. Hann á heima á Sauðárkróki svo ég hef aldrei séð hann áður, en hann er bara skemmtilegur kall! Hann á lítinn hvolp sem heitir Eygló og er sama blanda og Skottan okkar.
Í hádeginu var mamma að gefa mér að borða og ég hallaði mér aftur á bak og frussaði eins og ég gat! Mér finnst svo gaman að frussa núna. En sem sagt bláberja og epla maukið frussaðist út úr mér og af því að ég hallaði mér aftur á bak þá lenti það allt beint í andlitinu á mér aftur! Myndir af því á myndasíðunni.
Jóhann afi hefði orðið sextugur í dag svo að við pabbi og mamma ætlum að fara inn í krikjugarð á eftir með kerti og svo erum við boðin í grill hjá ömmu í Móholti.
kv, Sigrún Aðalheiður
Jón frændi, bróðir hans Henrys afa kom í heimsókn til okkar eftir að við vorum komin heim frá ömmu. Hann á heima á Sauðárkróki svo ég hef aldrei séð hann áður, en hann er bara skemmtilegur kall! Hann á lítinn hvolp sem heitir Eygló og er sama blanda og Skottan okkar.
Í hádeginu var mamma að gefa mér að borða og ég hallaði mér aftur á bak og frussaði eins og ég gat! Mér finnst svo gaman að frussa núna. En sem sagt bláberja og epla maukið frussaðist út úr mér og af því að ég hallaði mér aftur á bak þá lenti það allt beint í andlitinu á mér aftur! Myndir af því á myndasíðunni.
Jóhann afi hefði orðið sextugur í dag svo að við pabbi og mamma ætlum að fara inn í krikjugarð á eftir með kerti og svo erum við boðin í grill hjá ömmu í Móholti.
kv, Sigrún Aðalheiður