.comment-link {margin-left:.6em;}

þriðjudagur, apríl 19, 2005

sól og sumar

Jahérna, sumardagurinn fyrsti er ekki einu sinni kominn en það er sko aldeilis sól og sumar í dag! Ég og mamma fórum í göngutúr til langömmu og langafa í miðtúni í sólinni og ég sat í vagninum, rosalega dugleg en svo var ég orðin svo þreytt á leiðinni heim að ég sofnaði. Það er svo heitt að það er eiginlega ekki svefnfriður úti! Mamma sá þegar við löbbuðum framhjá torginu að það var 33 stiga hiti þar sem sólin skein á mælinn en hér heima í skugganum er ekki nema 15 stiga hiti, okkur finnst það nú samt alveg nóg!

Ég stóð upp í rúminu mínu alveg sjálf í gær, eða ekki alveg sjálf því að pabbi hjálpaði mér að setjast upp en svo togaði ég mig upp alveg sjálf... og var voðalega montin! ég er líka farin að komast auðveldlega upp á hnén en fatta ekki alveg að skríða svoleiðis

Mamma fann loksins í gær sokkabuxur með ''tökkum'' á hnjánum, hún er búin að leita mikið að svoleiðis fyrir mig en svo voru þær til í apótekinu! Það er sko miklu auðveldara að fara upp á hnén í svoleiðis buxum!

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?