sunnudagur, maí 01, 2005
Afmæli
Ég var í afmæli í dag hjá Jóhönnu, hún verður eins árs á morgun! Hún er sko aldeilis orðin stór stelpa! Fyrst fór ég með Jónu ömmu og Henry afa í Brautarholt til Berglindar og Hagalíns en amma og afi voru að heimsækja þau því að Helga frænka (langömmusystir mín) er dáin.
Ég er orðin rosalega dugleg, skríð auðvitað um allt og er núna líka farin að standa upp við dótakassann minn en stundum sturta ég bara úr honum yfir mig! Ég er að byrja á sundnámskeiði á þriðjudaginn og mamma hlakkar svo til að fara með mig aftur í sund, ég myndi líka hlakka til ef ég hefði eitthvað vit á þessu!
Litla frænkan mín var skírð í dag, hún heitir Eik Ægisdóttir, þið getið kíkt á hana hérna til hliðar, hún er voðalega mikið krútt.
Það er nú rétt að segja frá því að ég er alltaf á hausnum þessa dagana, það líður ekki sá dagur að ég skríði ekki á borð, detti á hausinn eða eitthvað svoleiðis... og svo er ég farin að fá ''mömmuverki'' þegar mamma fer úr augsýn, það er nú samt ekkert hlustað á svoleiðis...
kv, Sigrún Aðalheiður
Ég er orðin rosalega dugleg, skríð auðvitað um allt og er núna líka farin að standa upp við dótakassann minn en stundum sturta ég bara úr honum yfir mig! Ég er að byrja á sundnámskeiði á þriðjudaginn og mamma hlakkar svo til að fara með mig aftur í sund, ég myndi líka hlakka til ef ég hefði eitthvað vit á þessu!
Litla frænkan mín var skírð í dag, hún heitir Eik Ægisdóttir, þið getið kíkt á hana hérna til hliðar, hún er voðalega mikið krútt.
Það er nú rétt að segja frá því að ég er alltaf á hausnum þessa dagana, það líður ekki sá dagur að ég skríði ekki á borð, detti á hausinn eða eitthvað svoleiðis... og svo er ég farin að fá ''mömmuverki'' þegar mamma fer úr augsýn, það er nú samt ekkert hlustað á svoleiðis...
kv, Sigrún Aðalheiður