miðvikudagur, maí 11, 2005
frænkur og frændur í tugatali
Já nú hefur sko ýmislegt gerst síðan mamma skrifaði síðast! Ég er alveg að verða átta mánaða og er farin að standa upp við öll helstu tækifæri og er stundum farin að fara upp á fjóra fætur til að skríða en ef ég þarf að flýta mér mikið þá leggst ég á magann og skríð þannig. Mamma er loksins búin í prófunum (allavega í bili) en það er sko búið að vera ástand hér á heimilinu.
Ég er búin að fara tvisvar í sund og það gekk bara rosalega vel, ég fór í kaf og allt! og fannst það bara allt í lagi.
Ég hitti alveg rosalega mikið af frænkum og frændum um helgina í erfidrykkjunni hennar Helgu frænku, allir voða skotnir í mér! Samt var ég þreytt og pirruð, ég var nefnilega ekkert búin að sofa um daginn en það virtist ekki koma að sök. Svo var ég svo þreytt um kvöldið að ég fór í rúmið milli 9 og 10 og rumskaði ekki fyrr en 11 á sunnudagsmorguninn!
Svo hitti ég líka Benna langafa minn í fyrsta skipti á laugardaginn, en mamma var svo mikill klaufi að hún gleymdi að taka myndavélina með!
kv, Sigrún Aðalheiður
Ég er búin að fara tvisvar í sund og það gekk bara rosalega vel, ég fór í kaf og allt! og fannst það bara allt í lagi.
Ég hitti alveg rosalega mikið af frænkum og frændum um helgina í erfidrykkjunni hennar Helgu frænku, allir voða skotnir í mér! Samt var ég þreytt og pirruð, ég var nefnilega ekkert búin að sofa um daginn en það virtist ekki koma að sök. Svo var ég svo þreytt um kvöldið að ég fór í rúmið milli 9 og 10 og rumskaði ekki fyrr en 11 á sunnudagsmorguninn!
Svo hitti ég líka Benna langafa minn í fyrsta skipti á laugardaginn, en mamma var svo mikill klaufi að hún gleymdi að taka myndavélina með!
kv, Sigrún Aðalheiður