miðvikudagur, maí 25, 2005
síðasta skipti á mömmumorgni
Við mamma vorum að koma af síðasta mömmumorgninum í krikjunni, það var bara gaman, mömmurnar fengu sér súpu í brauði og við krakkarnir lékum okkur :)
Jóhanna frænka var í pössun hjá okkur í gær morgun, það svo sko gaman, það er svo langt síðan við höfum hisst! Við vorum heilmikið að leika okkur saman, og núna er ég farin að ráða aðeins meira við hana ef svo má að orði komast!
Ég er búin að borða undarlega lítið síðustu tvo daga, mamma og pabbi skilja bara ekkert í því, en kannski er ég núna bara að borða eins og venjulegt barn? Hvernig eiga þau að vita það?
Annars er ég bara hress og kát með tönnina mína :)
Núna er staðan á heimilinu aftur orðin þannig að ef mamma eða pabbi eru bara ein heima með mér þá geta þau ekki einu sinni farið að pissa, vegna þess að ég stend upp við allt, dett á hausinn og fer mér að voða á öðru hverju augnabliki! Svo er ég orðin voðalega pirruð að geta ekki labbað sjálf og leiðist að láta alltaf halda í mig...
Mamma vonar eiginlega að ég fari að labba bráðum, því að hún heldur að það sé skárra að vera með litla stelpu (eins og mig) ''vitlausa'' labbandi og glaða heldur en að vera með litla stelpu (eins og mig) ''vitlausa'' ekki labbandi og snaróða í skapinu.
annars tekur örugglega bara eitthvað annað við þegar ég verð búin að læra að labba. En svona hefur þetta gengið með allt sem ég hef lært, stuttu áður en ég læri það þá verð ég svo pirruð að geta það ekki, en svo lagast allt þegar maður lærir eitthvað nýtt!
kv, Sigrún Aðalheiður
Jóhanna frænka var í pössun hjá okkur í gær morgun, það svo sko gaman, það er svo langt síðan við höfum hisst! Við vorum heilmikið að leika okkur saman, og núna er ég farin að ráða aðeins meira við hana ef svo má að orði komast!
Ég er búin að borða undarlega lítið síðustu tvo daga, mamma og pabbi skilja bara ekkert í því, en kannski er ég núna bara að borða eins og venjulegt barn? Hvernig eiga þau að vita það?
Annars er ég bara hress og kát með tönnina mína :)
Núna er staðan á heimilinu aftur orðin þannig að ef mamma eða pabbi eru bara ein heima með mér þá geta þau ekki einu sinni farið að pissa, vegna þess að ég stend upp við allt, dett á hausinn og fer mér að voða á öðru hverju augnabliki! Svo er ég orðin voðalega pirruð að geta ekki labbað sjálf og leiðist að láta alltaf halda í mig...
Mamma vonar eiginlega að ég fari að labba bráðum, því að hún heldur að það sé skárra að vera með litla stelpu (eins og mig) ''vitlausa'' labbandi og glaða heldur en að vera með litla stelpu (eins og mig) ''vitlausa'' ekki labbandi og snaróða í skapinu.
annars tekur örugglega bara eitthvað annað við þegar ég verð búin að læra að labba. En svona hefur þetta gengið með allt sem ég hef lært, stuttu áður en ég læri það þá verð ég svo pirruð að geta það ekki, en svo lagast allt þegar maður lærir eitthvað nýtt!
kv, Sigrún Aðalheiður