laugardagur, júní 18, 2005
Hæ! 17. júní
Ég er komin með aðra tönn!
Það er allt bara búið að ganga vel hjá okkur þessa dagana. Ég er í pössun hjá Heiðdísi og Bylgju á daginn þangað til mamma kemur heim úr vinnunni og svo erum við bara að leika okkur fram á kvöld þangað til ég fer að sofa. Mömmu finnst ömurlegt að þurfa að vera svona lengi í vinnunni á daginn og láta mig vera svona lengi í pössun, þess vegna reynir hún alltaf að koma heim eins snemma og hún getur :)
Mér líður rosalega vel hjá Heiðdísi og Bylgju en er samt alltaf rosalega glöð að sjá mömmu þegar hún kemur heim. Svo má mamma ekkert gera það sem eftir er dags vegna þess að þá fæ ég svo svakalega ''mömmuverki'' en það er nú samt að lagast, ég er að venjast þessu.
Við mamma fórum á 17. júní hátíðarhöld á sjúkrahústúninu í gær og mér fannst bara gaman, ég var samt svolítið hissa á öllu saman svona til að byrja með. Ég var rosalega spennt fyrir blöðrunum, vildi alltaf hafa allar blöðrur sem aðrir krakkar voru með, sérstaklega þær sem voru silfurlitar og ég sá sjálfa mig speglast í, þetta endaði svo með því að afi sendi Bæring frænda með pening til að kaupa fyrir mig blöðru, ég er núna búin að vera að leika mér með hana í dag og skemmti mér konunglega.
Ég fór svo í smá útilegu með mömmu, Kristínu frænku, Bæring frænda og Jónu ömmu, skátakrakkarnir eru nefnilega í útilegu í Skálavík og við fórum að heimsækja þau í dag. Amma og Bæring frændi ætla að gista þar í nótt og Henry afi líka, en það er of kalt fyrir svona litla hornös eins og mig.
Stóru strákarnir voru að hoppa í ána og mér fannst voða leiðinlegt að mega ekki líka fara í sund!
Ég er búin að læra að segja hæ. Öllum þykir það voða fyndið og krúttlegt. Ég segi alltaf hæ þegar ég hitti einhverja nýja, og þegar það er bankað, og þegar dyrabjallan hringir og alltaf þegar mig langar til. Ef ég er glöð þá segi ég HÆ.
kv, Sigrún Aðalheiður
Það er allt bara búið að ganga vel hjá okkur þessa dagana. Ég er í pössun hjá Heiðdísi og Bylgju á daginn þangað til mamma kemur heim úr vinnunni og svo erum við bara að leika okkur fram á kvöld þangað til ég fer að sofa. Mömmu finnst ömurlegt að þurfa að vera svona lengi í vinnunni á daginn og láta mig vera svona lengi í pössun, þess vegna reynir hún alltaf að koma heim eins snemma og hún getur :)
Mér líður rosalega vel hjá Heiðdísi og Bylgju en er samt alltaf rosalega glöð að sjá mömmu þegar hún kemur heim. Svo má mamma ekkert gera það sem eftir er dags vegna þess að þá fæ ég svo svakalega ''mömmuverki'' en það er nú samt að lagast, ég er að venjast þessu.
Við mamma fórum á 17. júní hátíðarhöld á sjúkrahústúninu í gær og mér fannst bara gaman, ég var samt svolítið hissa á öllu saman svona til að byrja með. Ég var rosalega spennt fyrir blöðrunum, vildi alltaf hafa allar blöðrur sem aðrir krakkar voru með, sérstaklega þær sem voru silfurlitar og ég sá sjálfa mig speglast í, þetta endaði svo með því að afi sendi Bæring frænda með pening til að kaupa fyrir mig blöðru, ég er núna búin að vera að leika mér með hana í dag og skemmti mér konunglega.
Ég fór svo í smá útilegu með mömmu, Kristínu frænku, Bæring frænda og Jónu ömmu, skátakrakkarnir eru nefnilega í útilegu í Skálavík og við fórum að heimsækja þau í dag. Amma og Bæring frændi ætla að gista þar í nótt og Henry afi líka, en það er of kalt fyrir svona litla hornös eins og mig.
Stóru strákarnir voru að hoppa í ána og mér fannst voða leiðinlegt að mega ekki líka fara í sund!
Ég er búin að læra að segja hæ. Öllum þykir það voða fyndið og krúttlegt. Ég segi alltaf hæ þegar ég hitti einhverja nýja, og þegar það er bankað, og þegar dyrabjallan hringir og alltaf þegar mig langar til. Ef ég er glöð þá segi ég HÆ.
kv, Sigrún Aðalheiður