.comment-link {margin-left:.6em;}

fimmtudagur, júlí 28, 2005

komin heim af skátamóti

Æjæjæj, nú er orðið langt síðan eitthvað hefur verið ritað hér á síðuna mína! Það er bara búið að vera svo rosalega mikið að gera hjá okkur! Ég er orðin 10 mánaða og fór í vigtun og mælingu af því tilefni. Ég er orðin 8810 gr og 71 cm, ekkert smá stór!
Ég og mamma erum nýkomnar úr ferðalagi. Við fórum með Jónu ömmu, Henry afa, Bæring frænda og öllum skátunum á landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Ég og mamma sváfum í tjaldi í heila viku! Og mér líkaði það bara vel. Veðrið var alveg rosalega gott bara sól og stundum smá vindur, og svo var þoka á kvöldin. Það hefði eiginlega verið verra ef það hefði verið betra! Ég og mamma fórum með afa og Bæring frænda á afa bíl á mótið, ég var alveg rosalega dugleg í bílnum, var eiginlega ekki neitt að skæla þó að það væri alveg rosalega heitt og við værum alveg hrikalega lengi! Svo var ég bara frjáls á skátamótinu, ég var bara úti að leika mér í heila viku! Ég var að leika við alla krakkana og svo fékk ég fullt fullt af ís :)
En maður verður sko þreyttur á svona skátamótum, ég sofnaði alltaf á kvöldin og svaf alla nóttina í flísgallanum mínum, mamma reyndi fyrstu nóttina að láta mig sofa í kerrupokanum en ég var alveg brjáluð að geta ekki spriklað og hreyft mig svo að ég fékk bara að sofa í flísgallanum í engum svefnpoka og þá gekk þetta fínt. Ég fór á varðeld og kvöldvökur, það var samt svo seint og ég var svo ofboðslega þreytt að á aðalvarðeldinum þá sofnaði ég bara á meðan 6000 manns voru að öskra, stappa, hoppa, klappa og syngja í kringum mig. Svo var flugeldasýning, flottasta flugeldasýning sem enginn hefur séð, eins og afi sagði, en það var svo mikil þoka að flugeldarnir sáust ekki, ég rumskaði ekki einu sinni við það!
Ég fékk tvö flugnabit en ég fann ekkert fyrir þeim, það komu bara tveir rauðir punktar sem fór svo strax aftur, það var annað en hjá mömmu, hún fékk nefnilega flugnabit undir ilina sem ætlaði aldrei að fara!
Ég er orðin rosalega sólbrún, mamma skilur ekkert í þessu, ég er miklu sólbrúnni en hún!
Við fórum heim með krökkunum í rútunni og ég var svakalega góð í bílnum! Ég skældi bara eiginlega ekki neitt!
Þegar við komum heim á þriðjudagskvöldið þá byrjaði ég að vera slöpp og á miðvikudagsmorguninn var ég komin með 40 stiga hita og er ennþá frekar slöpp, með 39 stiga hita og sef bara mest allan daginn.
Mamma ætlar að setja inn nokkrar myndir núna en svo þegar amma og afi koma heim frá Laugavatni ætlar mamma að setja inn fleiri skátamótsmyndir sem afi tók á þeirra myndavél.

Kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?