sunnudagur, ágúst 21, 2005
Komin heim frá Horni
Nú er ég aldeilis búin að vera í ferðalagi! Laugardaginn 13. ágúst fórum ég, mamma og pabbi og Kristín og Björn með bátnum hans afa alla leið að Horni í Hornvík þar sem Guðný langamma mín átti heima þegar hún var lítil stelpa. Það var rosalega notalegt að vera þar þó að veðrið hefði stundum verið svo vont að ég gat lítið farið út. Ég labbaði samt marga hringi á pallinum með labbikerruna mína og fór í smá göngutúr með Kristínu frænku og mömmu, ég var í bakpoka og við löbbuðum alla leið út að ''trölli'' en það er stór klettur í fjörunni sem mamma og Kristín frænka segja að hafi einu sinni verið tröllkarl. Á þriðjudeginum fóru Kristín og Björn og pabbi að leita að þýskum ferðamanni sem var týndur í Hælavík og við mamma vorum bara aleinar heima í kotinu. Svo þegar þau komu heim borðuðum við kjötsúpu og mér fannst hún alveg ágæt. Annars er ég ekki búin að vera eins dugleg að borða þessa viku eins og undanfarið, það lagast vonandi núna þegar við erum komin heim. Á þriðjudagskvöldið gistu Reimar og Siggi hjá okkur vegna þess að þeir voru búnir að vera í björgunaraðgerðunum allan daginn og áttu að sækja hóp í Höfn morguninn eftir og nenntu ekki að sigla alla leið heim til sín í Bolungarvík á ströndum. Mér fannst Reimar eitthvað ''afalegur'' og vildi bara vera hjá honum meðan þeir voru hjá okkur.
Á miðvikudeginum kom Guðjón vinur hans pabba til okkar á flugvél! Allir nema við mamma fóru að sækja hann inn í ós í svakalega miklu brimi og dálítið vondu veðri. Okkur mömmu var hætt að lítast á blikuna eftir að við sáum gúmítuðruna hverfa í brimið og sáum hana svo bara alls ekkert meira í meira en klukkutíma! En svo komust þau nú öll heilu og höldnu til okkar. Á fimmtudeginum kom flugvélin aftur og þá með Greip vin hennar mömmu sem var líka að koma að heimsækja okkur.
Mamma og pabbi komust að því í ferðinni að mér finnast rúsínur alveg rosalega góðar og harðfiskur líka, en þeim þótti leiðinlegt að ég á í dálitlu basli með að gera greinarmun á rúsínum og flugum annars vegar og harðfiski og timbri hins vegar...
Við fórum í strandferð inn í ós og mamma og Greipur gerðu fínan sandkastala, ég borðaði dálítinn sand og fannst hann bara mjög góður, ég varð svo þreytt að ég sofnaði í gúmítuðrunni á leiðinni heim og vaknaði ekki einu sinni þegar Kristín frænka tók mig úr björgunarvestinu og pollagallanum og setti mig í vagninn. Svo svaf ég bara í marga klukkutíma!
Afi kom svo og sótti okkur á bátnum sínum laugardaginn 20. ágúst og ég er búin að sofa meira og minna síðan! Í kvöld fórum við í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti og ég var að æfa mig að labba og fór mest 5 skref, mömmu finnst það nú bara nokkuð gott! Svo var ég rosalega ánægð með mig.
Allir að muna að kvitta í gestabókina mína. Mömmu hafa borist kvartanir frá ættingjum sínum um að hún sé of löt að skrifa hérna, en þið kæru ættingjar, þurfið þá að fara að kvitta í gestabókina!
Við skellum inn myndum frá Hornvíkurferðinni á eftir.
kv, Sigrún Aðalheiður
Á miðvikudeginum kom Guðjón vinur hans pabba til okkar á flugvél! Allir nema við mamma fóru að sækja hann inn í ós í svakalega miklu brimi og dálítið vondu veðri. Okkur mömmu var hætt að lítast á blikuna eftir að við sáum gúmítuðruna hverfa í brimið og sáum hana svo bara alls ekkert meira í meira en klukkutíma! En svo komust þau nú öll heilu og höldnu til okkar. Á fimmtudeginum kom flugvélin aftur og þá með Greip vin hennar mömmu sem var líka að koma að heimsækja okkur.
Mamma og pabbi komust að því í ferðinni að mér finnast rúsínur alveg rosalega góðar og harðfiskur líka, en þeim þótti leiðinlegt að ég á í dálitlu basli með að gera greinarmun á rúsínum og flugum annars vegar og harðfiski og timbri hins vegar...
Við fórum í strandferð inn í ós og mamma og Greipur gerðu fínan sandkastala, ég borðaði dálítinn sand og fannst hann bara mjög góður, ég varð svo þreytt að ég sofnaði í gúmítuðrunni á leiðinni heim og vaknaði ekki einu sinni þegar Kristín frænka tók mig úr björgunarvestinu og pollagallanum og setti mig í vagninn. Svo svaf ég bara í marga klukkutíma!
Afi kom svo og sótti okkur á bátnum sínum laugardaginn 20. ágúst og ég er búin að sofa meira og minna síðan! Í kvöld fórum við í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti og ég var að æfa mig að labba og fór mest 5 skref, mömmu finnst það nú bara nokkuð gott! Svo var ég rosalega ánægð með mig.
Allir að muna að kvitta í gestabókina mína. Mömmu hafa borist kvartanir frá ættingjum sínum um að hún sé of löt að skrifa hérna, en þið kæru ættingjar, þurfið þá að fara að kvitta í gestabókina!
Við skellum inn myndum frá Hornvíkurferðinni á eftir.
kv, Sigrún Aðalheiður