mánudagur, ágúst 08, 2005
lítið matargat
Ég er alveg orðin hress núna og er alltaf jafn dugleg að borða, mömmu þykir nú stundum bara nóg um til dæmis í kvöldmatnum í kvöld borðaði ég 530 grömm sem er álíka og ef að mamma myndi borða 3,4 kíló! En ég er að stækka!
Ég gisti hjá ömmu í Móholti aðfararnótt sunnudags, það var rosalega gaman eins og alltaf, Íris var þar líka. Á sunnudaginn fór ég í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti og borðaði alveg fullt fullt af gulrótum, gæs og sveppum, þetta var alveg rosalega gott, og ég er svo mikið matargat!
Í dag fórum við mamma í skógarferð, mamma þurfti að fara inn í skóg útaf vinnunni sinni og ég fékk að fara með svo fóru mamma og Gísli pabbi hans Greips að skoða göngustíga en ég var bara að leika við hana Lenu og fannst bara gaman, ég borðaði fullt af berjum, mér þykja þau alveg rosalega góð, sérstaklega bláberin.
mamma ætlar að reyna að skella inn nokkrum myndum ef að ég verð til friðs í kvöld.
kv, Sigrún Aðalheiður
Ég gisti hjá ömmu í Móholti aðfararnótt sunnudags, það var rosalega gaman eins og alltaf, Íris var þar líka. Á sunnudaginn fór ég í mat til ömmu og afa í Fjarðarstræti og borðaði alveg fullt fullt af gulrótum, gæs og sveppum, þetta var alveg rosalega gott, og ég er svo mikið matargat!
Í dag fórum við mamma í skógarferð, mamma þurfti að fara inn í skóg útaf vinnunni sinni og ég fékk að fara með svo fóru mamma og Gísli pabbi hans Greips að skoða göngustíga en ég var bara að leika við hana Lenu og fannst bara gaman, ég borðaði fullt af berjum, mér þykja þau alveg rosalega góð, sérstaklega bláberin.
mamma ætlar að reyna að skella inn nokkrum myndum ef að ég verð til friðs í kvöld.
kv, Sigrún Aðalheiður