þriðjudagur, september 13, 2005
að bresta á með afmæli...
Það er að bresta á með afmæli. Klukkan 02:50 í nótt verð ég 1. árs. Hugsið ykkur, finnst ykkur ekki stutt síðan ég var alveg pínu pínu lítið kríli sem gat ekkert gert nema étið, sofið og grátið?
Ég fór í mælingu og sprautu í gær og er orðin 9200 grömm og 73,5 cm. Það er bara nokkuð gott finnst mömmu.
Á laugardaginn klukkan 3 verður haldið upp á afmælið, mamma ætlaði að hringja og bjóða í dag en gleymdi því, haldið þið að það sé nú!?! gleymir að bjóða í fyrsta afmælið hjá einkadótturinni! Er það nú!
Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir frá fjallaferðinni og ýmsu hér heima. Ekki gleyma gestabókinni.
kv, Sigrún Aðalheiður
Ég fór í mælingu og sprautu í gær og er orðin 9200 grömm og 73,5 cm. Það er bara nokkuð gott finnst mömmu.
Á laugardaginn klukkan 3 verður haldið upp á afmælið, mamma ætlaði að hringja og bjóða í dag en gleymdi því, haldið þið að það sé nú!?! gleymir að bjóða í fyrsta afmælið hjá einkadótturinni! Er það nú!
Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir frá fjallaferðinni og ýmsu hér heima. Ekki gleyma gestabókinni.
kv, Sigrún Aðalheiður