.comment-link {margin-left:.6em;}

sunnudagur, september 11, 2005

Fjallaferð og nýtt herbergi

Ég fór í fjallaferð með mömmu og pabba, ömmu Halldóru, Írisi, Heiðdísi og Elvu, Barða, Áslaugu og Jóhönnu um síðustu helgi. Við fórum í fjallaskálann sem Elva og Barði eiga í Mjóafirði og það var alveg rosalega gaman, ég fór í heitapottinn og út að leika með gröfuna, ég fékk líka að fara á pallinn á stóra bílnum hans Barða og þá var sko frussað! (það er ég að segja brrrbrrrbrrr við bílana) Ég sagði líka brrrbrrrbrrr allan tíman meðan ég var vakandi í bílnum á leiðinni.

Mamma og pabbi eru búin að búa til herbergi handa mér heima hjá okkur. Núna er allt dótið mitt komið inn í ''græna'' eins og það hefur verið kallað hingað til en verður núna kallað Sigrúnar herbergi. Ég er með stóran spegil á veggnum og mér finnst alveg rosalega gaman að skoða stelpuna sem er alltaf þar. Hún brosir alltaf þegar ég brosi og hún meira að segja kemur til mín þegar ég labba í áttina til hennar, svo ef ég dett þá dettur hún líka!

Já þið sáuð rétt, þegar ég LABBA í áttina til hennar. Ég er nefninlega eiginlega alveg farin að labba núna, ég er hætt að þora bara að taka nokkur skref á milli fólks heldur er ég núna farin að storma út í óvissuna. Ég er auðvitað ennþá frekar reikul í spori og ef ég þarf að flýta mér mikið þá læt ég mig detta niður á hnén og skríð á ógnarhraða!

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?