sunnudagur, september 18, 2005
Frábær afmælisveisla
Þá er búið að halda upp á afmælið mitt. Það var gert í gær og heppnaðist bara nokkuð vel. Okkur reiknast til að hingað hafi komið 35 gestir sem er nú ekkert smáræði! Dagurinn heppnaðist bara vel og allir voru ánægðir, mér fannst gaman að leika við krakkana, Sara sem á heima uppi kom og litli bróðir hennar sem er bara agnar pínku pons og svo kom Sigrún Arna með sína krakka og Jóhanna frænka kom auðvitað. Ég var bara að leika mér, skipti mér ekkert af kökum eða pökkum, mamma þurfti að sja um það allt saman fyrir mig, hún var reyndar farin að hafa áhyggjur af mér seinnipartinn því ég var ekkert búin að borða allan daginn, það endaði nú bara með því aðhún bjó til hafragraut og við fengum okkur fulla skál af hafragraut eftir veisluna. Ég gisti svo hjá Halldóru ömmu um kvöldið, það var gaman eins og alltaf!
kv, Sigrún Aðalheiður
kv, Sigrún Aðalheiður