.comment-link {margin-left:.6em;}

laugardagur, október 08, 2005

Jæja, loksins loksins...

...skrifar mamma á síðuna mína!!!

Ýmislegt hefur á daga mína drifið undanfarið sem hefði nú mátt láta vita af!

Ég fór í sund á Flateyri með mömmu og Kristínu frænku á síðasta sunnudag og það var svakalega gaman, það var orðið langt síðan við fórum síðast í sund. Sem var sko alveg greinilegt því að mamma var augljóslega búin að steingleyma hvað maður þarf að taka með þegar maður fer í sund, hún gleymdi að taka með bleyju!! Svona getur hún verið, en mamma ákvað að taka bara áhættuna og lét mig vera bleyjulausa á leiðinni heim. Við vorum að fara í kaffi til langömmu og langafa í Miðtúni svo við komum við heima hjá okkur í leiðinni og sóttum bleyju svo þegar við komum til langömmu þá var ég ekkert búin að pissa! Samt nýkomin úr sundi og ábyggilega 45 mínútur síðan ég var sett í föt. Rosalega dugleg!!!

Svo er ég búin að vera í basli undanfarna tvo daga, ég er alltaf á hausnum, ég er núna með fjórar kúlur, tvær skrámur og bólgið nef, ég er búin að detta svo oft að hvorki mamma né Dóra dagmamma hafa tölu á því! Ég datt út úr rúminu inni í herbergi og ofan í dótakassann og fékk blóðnasir og allt! Mömmu finnst þetta nú aðeins vera að lagast hjá mér samt. Ég er ekki eins völt í dag eins og í gær og í fyrradag.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?