.comment-link {margin-left:.6em;}

mánudagur, mars 13, 2006

Er ekki kominn tími á jólapistil?

hvað finnst ykkur?

Svona getur þetta verið, það óx henni mömmu svo í augum að skrifa um jólin, það var eitthvað svo ægilega mikið að hún ákvað að geyma það bara aðeins, svo geymdi hún og geymdi og alltaf varð meira og meira til að skrifa um.
Annars liðu jólin bara eins og þau eiga að gera, góður matur, pakkar, veislustand, jólaball og allur sá pakki. Áramótin voru heldur betur skemmtileg, fullt fullt af ''bammi'' og mér fannst það alveg svakalega skemmtilegt, afi í Fjarðarstræti er nú ennþá að lauma að mér einu og einu bammi mér til mikillar gleði.

Ég er farin að tala heilmikið eins og við er að búast, enda orðin rúmlega 17 mánaða! Það bætast við fullt af nýjum orðum á hverjum degi, sumt skilja mamma og pabbi ekki og þá verð ég oft mikið pirruð.

Ég veiktist í lok janúar og er búin að vera með hor síðan, en mömmu finnst það vera minnkandi og heldur kannski að þetta sé að verða búið í bili.

Vinstri fóturinn virðist alltaf vera að snúast meira og meira inn á við og nú er svo komið að ég gæti farið að stíga á tærnar á vinstri með hægri þegar ég labba, mamma er að spá í að kaupa bara á mig tvo hægri skó og hjá hvort að vinstri lagist ekki af að vera í ''krummafót''

pistillinn var svo langur að hann komst ekki í eina færslu svo að næsti er framhald af þessum.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?