mánudagur, mars 13, 2006
framhald
Það gengur alltaf jafn vel hjá Dóru í Dórukoti, hún er komin með nýja heimasíðu og þar er m.a. hægt að sjá myndir af mér og hinum krökkunum þar, mæli með því að þið kíkið þangað, slóðin er www.123.is/dorukot allir að kíkja og sjá hvað ég er að gera þar.
Mér finnst mjög gaman að lita núna, ég litaði í píanóbókina hennar mömmu og á eldhúsgólfið, svakalega flott hjá mér!
Það er nýbúinn að vera bolludagur og ég fór ''að maska'' eins og vera ber, ég var ungi og fannst það mjög gaman, ég fór í bæinn með Söru Emily kanínu, Herði Christian dreka, Kristjáni Una tígrisdýri, Katrínu mörgæs og mömmu belju. Við fengum fullt af nammi og svo leyfði afi okkur að halda á stjörnuljósum, það var nú ekki leiðinlegt! Um kvöldið vorum við mamma svo heima og tókum á móti krökkum sem komu hingað að maska, mér fannst svakalega gaman að gefa krökkunum nammi.
Mamma ætlar að reyna að druslast til að setja inn nokkrar myndir í dag, þið fylgist með
Gestabókin er í einhverju klikkelsi, allt fullt af einhverjum auglýsingum þar sem við ráðum ekkert við svo ég mæli bara með því að þið notið barnalandsgestabókina allavega núna í einhverja daga á meðan við reddum þessu.
kv, Sigrún Aðalheiður
Mér finnst mjög gaman að lita núna, ég litaði í píanóbókina hennar mömmu og á eldhúsgólfið, svakalega flott hjá mér!
Það er nýbúinn að vera bolludagur og ég fór ''að maska'' eins og vera ber, ég var ungi og fannst það mjög gaman, ég fór í bæinn með Söru Emily kanínu, Herði Christian dreka, Kristjáni Una tígrisdýri, Katrínu mörgæs og mömmu belju. Við fengum fullt af nammi og svo leyfði afi okkur að halda á stjörnuljósum, það var nú ekki leiðinlegt! Um kvöldið vorum við mamma svo heima og tókum á móti krökkum sem komu hingað að maska, mér fannst svakalega gaman að gefa krökkunum nammi.
Mamma ætlar að reyna að druslast til að setja inn nokkrar myndir í dag, þið fylgist með
Gestabókin er í einhverju klikkelsi, allt fullt af einhverjum auglýsingum þar sem við ráðum ekkert við svo ég mæli bara með því að þið notið barnalandsgestabókina allavega núna í einhverja daga á meðan við reddum þessu.
kv, Sigrún Aðalheiður